Hjartað dansar og syngur,
Ég leik við hvern minn fingur
Í dag er allt svo gott
Í dag er allt svo einfalt og flott

Þó það blási og rigni
Þó það snjói og allt frýs
Þá veit ég að það lygni
Og sólin aftur rís


Myrkrið grúfir yfir mér
Heldur mér föstum í örmum sér
Og niður kinnar renna tár
Því í hjarta, ég ber sár

Enginn er söngur, né dans
Því þungt er hjarta manns
Hvað skal gera, hvert skal fara
Hvar skal ég leita mér svara


Ég hata það, hata það allt
Ég hata það þúsundfalt
Þá köldu daga sem aldrei líða
Í myrkri, ég verð að bíða

Ég hata sjálfan mig
Allan heiminn, þig og þig
Ég hata það af öllu hjarta
Því enga sé ég framtíð bjarta


Ég horfi tómum augum á
Lífið sem rennur hjá
Enn ekkert finn í hjarta mér
Engar tilfinningar ber

Tilfinningar ég bar, áður fyrr
En núna stendur hugur kyrr
Ekkert vekur ást né heift
Ekkert við mér getur hreyft

Eitthvað virðast lyfin gera
Á allar tilfinningar skera
Og sviptir mig mannleikanum
Svo ég lifi aðeins í tómleikanum.