3. Kafli – Afmæli Árilíusar

Og loks reis sá dagur sem menn höfðu beðið eftir, afmæli Markúsar.
Saman sátu þau, uppábúin við matarborðið.
“Hvernig gengur svo með þetta… Fljúgandi skip?” spurði Markús
“Vel, mjög vel…” var svar Mikaels en svo greyp Árilíus framí: “Smá vandamál, bara pínulítið, þyngdin á skrokknum, vandamál með nákvæmlega hve mikinn þrýsting sprengivélin á að þrýsta svo skipið fljúgi, án þess þó að þjóta til stjarnanna.”
“Virðist flókið.” Sagði María hlýlega.
“Þvert á móti.” Sagði Árilíus, yfir sig glaður um að einhver sýni þessu áhuga, “Togkraftur jarðar er þegar vitaður, eina sem mér þarf að takast er að finna nákvæmlega réttan mótþrýsting til að skipið svífi.”
“Hljómar samt flókið.” Sagði María aftur.
“Þvert á móti.” Gall í Árilíus en Mikael stóð upp og greyp fram í fyrir honum.
“Kæru vinir, lyftum glösum og skálum fyrir manninum sem gaf okkur lífið, skálum fyrir þeim fimmtíu árum sem hann hefur lifað og megi þau næstu verða honum jafn farsæl.”
Að þessum orðum loknum var haldið niður í borgina þar sem aðalsmenn heiðruðu Markús.
Árilíus á annaðborð fór ekki með, heldur hvarf á ný í átt að vinnuskúr sínum og hélt áfram að vinna.

10 ár liðu og á þeim árum reis skipið hægt og rólega á lóðinn við vinnuskúrinn, ör bættust á líkama Árilíusar, dauðinn reyndi að sækja hann oftar en einu sinni og sálarbúið fékk sinn skerf af erfiðum tímum og áföllum.
En skipið tókst ekki á loft.

Enn á ný sátu þau öll, saman við matarborðið, til að fagna afmæli Markúsar á ný. Hann hafði bætt við sig gráum hárum. Mikael og María höfðu hvorugt breyst á þessum tíu árum, Árilíus var hvað mestu breyttur, andlitið brunni, skorið, hárið búið að þynnast, svartur undir augunum, fölur, illa til reika.
Mikael stóð upp og lyfti glasi,
“Kæru vinir, lyftum glösum og skálum fyrir manninum sem gaf okkur lífið, skálum fyrir þeim sextíu árum sem hann hefur lifað og megi þau næstu verða honum jafn farsæl.”
Allir skáluðu og Mikael fékk sér sæti.
“Hvenær.” Sagði Markús og þreyta var í rödd hans, “Hvenær verður þetta skip tilbúið, þolinmæði mín er á þrotum.”
“Bráðum, fljótlega, bara að slá smiðshöggið.” Svaraði Mikael skömmustulega
“Bráðum er sama svarið og fyrir tíu árum,” Þrumaði í Markúsi.
“Kælir,” kallaði Árilíus en lét svo höfuð falla og starði niður í borðið “Um leið og kælikerfið fyrir sprengivélina er tilbúið, um leið og það er tilbúið, þegar það… já þá flýgur skipið, elskan mín, Miranda, flýgur.”
Að þessum orðum loknum var haldið niður í borgina þar sem aðalsmenn heiðruðu Markús.
Árilíus á annaðborð fór ekki með, hann sat enn við matarborðið og starði á það.
“Árilíus, hví laugstu.” Bermáluðu holar raddir allt í kringum hann. “Kælirinn er tilbúinn… hví laugstu?”
“Ég varð að ljúga!” öskraði Árilíus út í loftið “ég þarf smá tíma til að hugsa.”
“Við vitum.” Sögðu raddirnar, “Við vitum að þegar verkefninu er lokið, þegar skipið flýgur, þá hverfur besti vinur þinn til þessa kvenmanns, og þú munt aldrei hitta hann aftur. ALDREI!”
“Hvað á ég að gera.. hvað… hvað?” kjökraði Árilíus og féll á kné á gólfið.
“Þú veist það…” sögðu raddirnar “Þú finnur það í hjarta þínu… þú veist það.”
Árilíus stóð upp. “Ég veit það.” Sagði hann forviða og svo kom glampi í augun á honum “Já. Ég veit hvað þarf að gera. María flýgur skipinu fyrst allra, og það verður slys, hvað ef kælikerfið virkar ekki… já smá fórn… Miranda, elskan mín deyr… En María Deyr með! Við verðum að byggja skipið aftur, ég og Mikael. Já ég veit hvað skal gera.”
“Ekki bregðast okkur núna.” Þrumuðu raddirnar “Við fylgjumst með þér, við fylgjumst alltaf með þér.”