Ég hef tekið eftir að ekki eru oft sendar inn greinar og hef ég ætlað að senda inn grein í langan tíma en ávallt vantað eitthvað áhugavert til að segja frá svo ég ætla að falla í hóp þeirra sem senda um myndirnar sem þeir hafa gert.

Fyrsta reynsla mín af stuttmyndagerð (Kvikmyndagerð) var þegar ég var í kringum 10 ára gamall, við félagarnir gerðum nokkara mjög svo slæmar myndir með gamalli upptökuvél.
Eftir það missti ég áhugann á stuttmyndagerð og fram til 17 ára aldurs var ég hugfangin af leiksviðinu. að undan skildu námskeið sem var í félagsheimilinu sem Gunnar B var með þegar ég var 13 ára (Þar lærði ég að farða sár)

Einn besti vinur minn og sá er ég vinn allar myndir með kláraði kvikmyndaskólann '00 þar sem hann fékk viðurkenningu fyrir handritaskrif. hann var einnig með snilldar hugmynd af handriti sem ber nafnið Líkindi, því verður postað hér á næstu dögum eða vikum. Handritið er þó enn í dag í þróun.

Hjólin fóru þó ekki að snúast fyrr en vinur minn fór í Borgarholtsskóla í margmiðlunarhönnun og þar gerðum við og kláruðum okkar fyrstu stuttmynd sem mér fannst ágæt.
í grófum dráttum fjallað hún um tvo pilta sem týnast í miðri Arizona eyðimörkinni. Myndin er þó enn í vinnslu þar sem lagfæra þarf hljóð og endurgera síðustu 10 sekúnturnar. (Svo mun ég senda inn mynd af eyðimörkinni og hvernig hún var gerð um leið og ég kem myndinni inná borðtölvuna mína sem kviknaði í um daginn)

Næsta mynd sem við gerðum var endurgerð ævintýrisins Stígvélaði kötturinn sem er enn á kippiborðinu og við vonumst til að það fari einhverndaginn af því. þó það sé langt í það vegna of margra verkefna.
Myndin var vel ofbeldisfyllri en rétta ævintýrið en í grófum dráttum var þetta ástarævintýri prinsessunnar og malarasonsins sem ein virtust ekki passa í þennan heim.
Strákurinn var geðklofa og heyrði tuskukött tala til sín.
Á hverjum morgni fyrir tökur gekk ég í gegnum 45 mínútna förðun fyrir hlutverk mitt, sárið sem ég sendi mynd af fyrir nokkrum mánuðum.

Þriðja myndin fer í tökur eftir viku og ber nafnið Bleiki Flamingóinn.
Hún fjallar um mann sem gengur inn á bar þar sem nokkrir fasta kúnnar eru, horfum á myndina 5 sinnum og alltaf er aðal persónan drepinn í endann og í hvert sinn eru atriðin öðruvísi klippt til svo grunur fellur á mismunandi manneskjur.
Ætlum við að taka myndina upp með smá Film noir yfirbragði og undir myndina er svo frumsamið Jazz.
Við lentum í vandræðum með tökustað, okkur vantaði bar, svo við gerðum það sem við gerum alltaf ef okkur vantar eitthvað við búum það til. og á þriðjudaginn legg ég í það að búa til bar fyrir minna en 5000kr og það mun takast sannið til.

Þetta er svona það áhugaverðasta sem ég hef gert og er að gera. Ég veit að þetta er ekki áhugaverðasta grein í heimi eða sú best skrifaða en þetta er þó eitthver viðbót inn á þetta áhugamál sem ég vill halda lifandi.

p.s
Hefur einhver hugmynd um hvaða stuttmyndakeppnir eru að fara að koma og hvort tilkynningar verða á þessu áhugamáli.