Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Bryn
Bryn Notandi frá fornöld 702 stig

LES SAVY FAV - Spánýtt 80´s nýbylgjurokk (1 álit)

í Rokk fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Spánýtt eitís! Mótsögn? Ekki endilega, því þessi fantagóða bandaríska hljómsveit, Les Savy Fav, er að búa til fantagott rokk sem er í stíl níunda áratugarins í amerísku háskólarokki. Þeir eru með því hressilegra sem ég hef heyrt lengi. Fugazi meets Big Country? Það finnst mér á köflum, en það er ógurlegt Fugazi í þeim. Þeir höndla þó áhrifin stórvel á plötunni “Go Forth” sem ég mæli með fyrir alla nýbylgjurokkara sem nenna ekki alltaf að hlusta á yfirgengilegt þunglyndi. Les Savy Fav er samt...

Hvar er Keaton? (13 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Sumir leikarar eiga það til að hverfa og Michael Keaton er einn af þeim. Ég var að horfa á hina frábæru og vanmetnu (?) Jackie Brown um daginn og sá þar Keaton í ágætis aukahlutverki og ég fór að hugsa hvað orðið hafi um hann. Er hann fallinn í b-flokkinn alræmda? Gengisfelldur! Það eru nú ekkert svo mörg ár síðan hann lék aðalhlutverkið í Multiplicity sem fór töluvert yfir 100 milljón dollara markið, gekk vel um heim allan og var í þokkabót prýðisgamanmynd. Síðast man ég eftir honum í...

Kaupþing og Enron - TÍSKAN MIKLA (4 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 3 mánuðum
“Gaman” að vita til þess að Mogginn stimplaði formlega Kaupþingssukkið (innherjaviðskipti andskotans) út með lítilli fréttagrein í gær, þar sem VÞÍ kemst að þeirri niðurstöðu að hlutabréfakaup æðstu starfsmanna Kaupþings rétt fyrir Aragon-fyrirtækjakaupin hafi verið alls óskyld mál og ekkert óeðlilegt við það. Æðislegt! Mikið held ég að viðskiptasiðferðislegt gagnsæi myndi batna í henni Ameríku ef batterí eins og VÞÍ væri virkt þar!! Svona alvöru hardkor stofnun þar sem allt er ávallt með...

Skipbrot hjá Jim Carrey (0 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ótrúlegt hvað lítil aðsókn er á nýju Jim Carrey myndina, The Majestic í henni Ameríku. Stefnir í rosaflopp. Ef undan er skilin Ben Stiller-myndin The Cable Guy (sem var vanmetin bíómynd að mínu mati), þá hefur Carrey held ég aldrei átt hreinræktaða floppmynd síðan hann meikaði það. The Majestic er leikstýrð af Frank Darabont sem á nú að baki enga aðra en snilldarverkið The Shawshank Redemption og hina ofmetnu (að mínu mati) The Green Mile og mun Majestic myndin vera í e-konar Frank...

Am. History X - Tony Kaye útgáfan (3 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Nú geri ég mér grein fyrir því að hin magnaða ræma American History X, er í miklu uppáhaldi hjá mörgum. Hjá mér einnig. En ég hef löngum velt fyrir mér, alveg síðan ég sá hana í fyrsta skipti í bíó, hvernig myndin hefði verið öðruvísi ef breski, sköllótti, pönkaraklæddi leikstjórinn Tony Kaye hefði fengið klára myndina eins og hann vildi. Eins og flestir kvikmyndaáhugamenn ættu að vita að þá afneitaði hann myndinni undir lok framleiðsluferlisins, af því að upp kom víst ágreiningur á milli...

Radio X - Hvar er "Offended"? (26 álit)

í Rokk fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég ætla ekki að skrifa níðgrein um Radio X. Smá gagnrýni samt. Satt að segja er yfirleitt margt fínt þar að finna þó handboltarokkið svokallaða fari í mína fínustu og nu-metalið hafi nánast ekkert fram að færa nú um stundir. Skiljanlegt er þó að sveitir á borð við System Of A Down og Linkin Park fái mikla spilun því lög þeirra eru melódískari en andskotinn (á góðann hátt), hversu mikið meinstrím sem þetta er nú þó. Um slíkt má endalaust deila. En ég furða mig á því af hverju draslsveitir á...

Skjár 1 til 3 á næturna - ALLA DAGA! (0 álit)

í Sjónvarpsefni fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Er Profiler þáttaserían endalaus? Af hverju lengir Skjár 1 ekki dagskrá sína á veturna? Í sumar rúllaði hún til klukkan næstum því þrjú sem er fínt en ætti þetta ekki að vera öfugt? Lengri dagskrá á veturna en styttra á sumrin. Ég legg til að stöðin lengi dagskrá sína á kvöldin um 1-2 klst. handa okkur nátthröfnunum og fari að rúlla endursýningum á öðrum þáttum en Profiler öll kvöld, þetta er orðið túmöts!

Kórrétt hjá Foreman! (13 álit)

í Box fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Athyglisverð viðbrögðin sem höfð voru eftir George Foreman í Fréttablaðinu í gær um að Tyson hefði ekki gert mikið fyrir hnefaleikana heldur væri bara þiggjandi. Hann sagði að Lennox ætti ekki að þurfa á Tyson að halda til að sanna sig sem sá besti í dag. Er það ekki rétt hjá Foreman? Það eru til svo miklir Tyson-rétttrúnaðarmenn þarna úti að sama þótt hann yrði barinn í spað marga bardaga í röð, þá halda menn því alltaf fram að hann sé sá besti. Tyson er vissulega ótrúleg auglýsing fyrir...

Eru íslenskar Ritchie-kópíur á leiðinni? (9 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ég lét mér leiðast yfir afhendingu Eddu-verðlaunanna um daginn, en þar var samt að finna áhugaverð brot úr væntanlegum íslenskum bíómyndum sem eru mislangt komnar í framleiðsluferlinu. Ef mér skjátlast ekki var þar að finna brot úr mynd sem á að heita “1.apríl”. Nú veit ég ekki hvaða íslendingar standa á bak við þessa mynd en samkvæmt þessu eina atriði sem sýnt var, má maður eiga von á eitthverjum Guy Ritchie-töffarastælum(smáglæpamannakúlið, hraðar klippingar, fokk í öðru hvoru mæltu orði,...

dEUS - belgískur bravúr! (10 álit)

í Rokk fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Það er fátt skemmtilegra en að draga fram úr diskasafni sínu snilldarverk sem maður hefur ekki hlustað á í nokkur ár og fara á myndarlegt nostalgíutripp. Milli áranna ´96 og ´98, rétt áður en allt síðrokkið fangaði huga minn, var belgíska art-progressive rokkhljómsveitin Deus sú mest spilaða á mínu heimili. ég hef verið að rifja upp kynni mín af sveitinni og mikið óskaplega eldist þetta eðalrokk þeirra vel. Ég hef alla tíð dauðskammast mín fyrir að hafa ekki uppgötvað Deus af neinni alvöru...

Barnaskapur í Corgan? (26 álit)

í Rokk fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ég hef verið að velta fyrir mér ástæðum þess að Billy Corgan leysti upp The Smashing Pumpkins. Er það rétt sem hefur verið í fréttum að honum finnist sem allar Agjúlerurnar og bojböndin séu að taka yfir heiminn? Ég trúi varla að jafnklár maður og hann sé með svo grunnhyggna skoðun! Þó að Radiohead, Britney Spears, Dwight Yoakam og Andrea Bocelli, slysist inn á sama Topp 10-Billboard vinsældarlistann í sömu vikunni, er ekki þar með sagt að þau séu í sama geiranum, er það? Vill Billy Corgan að...

Fámennt en frábært á Föstudegi (0 álit)

í Rokk fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Hljómsveitin The Dismemberment Plan hélt frábæra tónleika í Norðurkjallara MH í gærkvöldi. Tónleikastaðurinn hafur reyndar aldrei heillað mig og smá vandræði voru með bassamagnarann framanaf en bandið er fantaþétt og róteringar hjá þeim milli hljóðfæra eru eftirminnilegar. Þetta er með sérstakari rokksveitum í flórunni í dag og var gaman að sjá þá taka slatta af þeirra bestu plötu “Emergency and I” frá 1999. Eðalhittarinn “What do you want me to say?” var þó sárlega saknað. Sorglegt hvað...

Paul Giamatti - SNILLINGUR! (4 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Bandaríkjamaðurinn Paul Giamatti er tvímælalaust einn besti skapgerðar-/aukaleikari samtímans. Komiði honum ekki fyrir ykkur? Hann er lítill, léttkrullhærður, nokk feitur með framstæðan góm og leikur nánast alltaf menn sem verða undir í lífinu. Þetta er maður sem mun seint verða valinn “Sexiest man alive” í helvítis hégómadrulluritum á borð við Vogue. Það er öruggt. Eitt mikilvægasta hlutverk sitt til þessa hlaut hann þegar meistari Milos Forman fékk hann til að leika Bob Zmuda, sædkikkið...

Skítug 70's nýbylgja vs. póstrokk (14 álit)

í Rokk fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Það virðist vera náttúrulögmál að stefnur innan rokkgeirans koma og fara….koma síðan seinna aftur í aðeins breyttri mynd og hverfa jafnharðann. Í amerísku meinstrím-rokki tók nu-metallinn við af grönsinu fyrir nokkrum árum og virðist ekki vera að sjá fyrir endann á þessu helvíti (System of a Down, Slipknot og auðvitað Deftones virðast vera þeir einu sem eitthvað hafa fram að færa í þessari markaðshönnuðu drullu). Í öndergrándinu virðist vera farið að örla á þreytu “innanbúðarmanna/fagidjóta”...

911 - Andstyggileg nákvæmni! (18 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ameríkanar skrásetja mánuð á undan degi hjá sér til að tákna dagsetningar 9-11 (númer neyðarlínunnar). Skipti þetta máli í áætlunum terroristana? Skipti það einnig máli að bandarískur dómari ætlaði að kveða upp dóm yfir araba úr röðum Osama bin-ladens, daginn eftir árásina? EF bin-laden er viðriðinn málið. Það held ég nú reyndar að sé ekki spurning lengur. En eru menn eins og Ómar Ragnarsson innilega að reyna að telja manni trú um að menn sem að hafa ekki neina flugreynslu nema í gegnum...

Það að gera "eitthvað"! (8 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Stuttu eftir síðustu Alþingiskosningar mátti stjórnarandstaðan sjá hvað í stefndi varðandi virkjanaáætlanir ríkisstjórnarinnar. Þeim síðarnefndu hefur í mörg ár verið alvara á ferð með það að virkja “feitt” úti á landi. Af hverju í ósköpunum eru þá ekki hlutar þeirra manna sem hvað mest eru á móti virkjuninni með ákveðin TILBÚIN tromp í hendinni? Komplett, raunhæfar viðskiptaáætlanir eða jafnvel bara fullmótaðar hugmyndir um hina ýmsu valmöguleika aðra en stóriðju! Er stjórnarandstaðan búin...

Það eina góða frá Liverpool í dag ... (4 álit)

í Rokk fyrir 22 árum, 8 mánuðum
…er hljómsveitin Clinic. Mér finnst ansi fátt áhugavert að gerast í hinu forna dægurlagastórveldi Englandi þessi misserin ef kóngarnir í Radiohead eru undanskildir. En eitt af sannarlega mestu snilldarböndum Evrópu í dag eru Clinic. Platan Internal Wrangler er með þeim ferskari sem komið hafa fram síðastliðin ár. Hún sprengdi mig algerlega í loft upp þegar ég heyrði hana fyrst fyrir ca. ári síðan og fátt annað hefur komist að í spilaranum. Það hefur ekki komið almennileg hljómsveit frá...

TOOL - Rúnk eða snilld? (29 álit)

í Rokk fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Ég er einn af (alltof mörgum?) Íslendingum sem var á Hróarskelduhátíðinni og upplifði m.a. hina mögnuðu Tool-tónleika. Ég veit ég er ekki fyrsti maðurinn til að segja að ég hafi ásamt ca. 50.000 öðrum verið nánast dolfallinn yfir hinni sönnu rokklist sem þar fór fram. En ég var pínulítið ósáttur yfir Hróarskeldu-uppgjöri hins efnilega tónlistar- og teiknimyndasögublaðamanns Birgis Steinarssonar (Mausverja), í Mogganum um daginn. Hann gaf reyndar Tool-tónleikunum ágætis dóma en gaf í skyn að...

Einn af litlu ósigrum kapítalismans (18 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 9 mánuðum
“Mikill vill meira” sannar enn einu sinni gildi sitt í málum Árna Johnsen. Að maðurinn skuli enn ekki vera búinn að læra að nú er ekki árið 1959 og samfélagið er orðið aðeins gegnsærra en það var, er með ólíkindum! Auðvitað eru margir sem komast upp með þetta en til hvers að hætta á sukkið? Klassískur bjánaskapur! Ekki er nóg að vera kominn með 300 fm einbýlishús, 8 milljón króna jeppa og sumarbústað. Um að gera að hætta á að tapa ærunni fyrir sólpall eða eitthvað álíka!! Fólk talar mikið um...

MODEST MOUSE til landsins - SNILLD! (2 álit)

í Rokk fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég varð yfir mig hrifinn þegar ég frétti af því að ein allra athyglisverðasta rokksveit samtímans, Modest Mouse er á leiðinni á klakann að halda tónleika þann 8.júlí n.k. Enn og aftur fær eðaldrengurinn Kiddi í Hljómalind hrós í kladdann. Hér er á ferð snilldarband frá Ameríku sem tilheyrir indie/underground-geiranum, spila lofi-alternatíf með stöku uppkeyrslutöktum, en skera sig líka vel frá mörgu af því drasli sem þeim geiranum tilheyrir nú til dags. Búið er að hæpa upp töluvert af böndum...

Samskipti kynjanna - (geisp!) (14 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Er enginn orðinn þreyttur á þessu samskipti kynjanna- elementi sem tröllríður allri menningu og fjölmiðlaumfjöllun í dag. Hellisbúinn átti ágætis spretti og þegar þeirri uppfærslu lauk þá hugsaði maður með sér “jæja nú er þessum ofsaþreyttu kynjapælingum lokið í bili”. En nei, nú var ballið rétt að byrja. Píkusögur komu nokkrum árum of seint (The Vagina Monologues hafa rúllað í leikhúsum í USA í nokkur ár), Hallgrímur Helgason sem var að nöldra yfir ófrumleika ungs fólks á Íslandi, eltir...

Gunther Rall viðtal - brilljant! (3 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Eins og við mátti búast, ber sunnudagsmogginn höfuð og herðar yfir allt prentefni á Íslandi. Tónlistar-, kvikmynda- og almennar umfjallanir eru príma og einstaklega fróðlegt var einkaviðtal Moggans við Gunther Rall, fyrrum flugherforingja í þýska hernum í seinni heimsstyrjöldinni. Sjaldgæft að lesa heiðarlegt viðtal við aðra en stríðshetjur bandamanna. Rall lýsti kynnum sínum af Hitler og Göring (hann kallaði þann síðarnefnda óbeint væskil og hégómagjarna pjáturrófu sem hefði aldrei haft...

CAMPBELL- Ég heimta niðurstöðu! (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Þetta er nú orðið ansi langþreytt, það sem við Spurs-menn höfum þurft að búa við í fleiri, fleiri ár: “Fer Sol Campbell eða ekki”. Alltaf hefur þessi spurning poppað upp mörgum sinnum á tímabili alveg síðan konungur “sítt að aftan”-greiðslnanna Gerry Francis var stjóri hjá klúbbnum. Persónulega vill ég fara að fá niðurstöðu. Ég er búinn að sætta mig við að hann verður ekki endalaust hjá klúbbnum (ekki frekar en Owen hjá Liverpool..sanniði til eftir 2 ár) þar sem hann er búinn að skila u.þ.b....

Og allt þarf að klárast á vorkvöldi .... (4 álit)

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Af hverju í ósköpunum getur ekki starfstímabil Alþingis verið sveigjanlegt? Að menn séu langt fram á laugardagskvöld að taugaveiklast yfir hvort frestun á gildistöku laga um trillusjómenn eigi að koma til fyrir þinglok í maí er sorglegur vitnisburður um þetta risaeðlufyrirkomulag í starfstímafyrirkomulagi Alþingis. Hefði verið stórmál að lengja þing þegar allt er búið að vera á kafi í verkföllum og slík gríðarhagsmunamál brenna á hundruðum fjölskyldna um land allt? Maður er orðinn...

Mummy - Hvað er málið? (34 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Mér er fyrirmunað um að skilja aðdráttarafl Múmíunnar. Fyrri myndin var sæmileg afþreying en bauð ekki upp á neitt sem var ekki búið að gera hundrað sinnum áður í bálkinum um fornleifafræðinginn ógurlega. Seinni myndin er svosem ekkert verri en sú fyrri en tæplega 120 milljón dollara innkoma á tveimur vikum! Kommon. Brendan Fraser er einn af þessum “allt í lagi”-gaurum, hann böggar mann ekkert en hrífur mann ekki heldur, Rachel Weisz er með litlausari leikkonum en er með þetta sérbreska...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok