Sumir leikarar eiga það til að hverfa og Michael Keaton er einn af þeim. Ég var að horfa á hina frábæru og vanmetnu (?) Jackie Brown um daginn og sá þar Keaton í ágætis aukahlutverki og ég fór að hugsa hvað orðið hafi um hann. Er hann fallinn í b-flokkinn alræmda? Gengisfelldur! Það eru nú ekkert svo mörg ár síðan hann lék aðalhlutverkið í Multiplicity sem fór töluvert yfir 100 milljón dollara markið, gekk vel um heim allan og var í þokkabót prýðisgamanmynd. Síðast man ég eftir honum í tryllinum Desperate Measures þar sem hann lék sikkópat og var sú mynd ansi slöpp. Það er nú samt ansi langt síðan sú mynd kom út. Keaton er samt að mínu mati fínn leikari og fjölhæfur. Skoðiði bara frammistöðu hans í öfgakenndu trúðshlutverki í grínmyndinni Beetlejuice eftir Tim Burton og sem dannaður sikkópat í tryllinum Pacific Heights eftir Barbet Schroeder. Frábær í báðum myndum og hlutverkin gætu ekki verið ólíkari. Synd ef Keaton hættir að sjást almennilega á hvíta tjaldinu. Vitið þið í hverju hann hefur verið að leika nýverið og af hverju hefur ekkert komið út með honum lengi? Er hann í fríi?