Ótrúlegt hvað lítil aðsókn er á nýju Jim Carrey myndina, The Majestic í henni Ameríku. Stefnir í rosaflopp. Ef undan er skilin Ben Stiller-myndin The Cable Guy (sem var vanmetin bíómynd að mínu mati), þá hefur Carrey held ég aldrei átt hreinræktaða floppmynd síðan hann meikaði það. The Majestic er leikstýrð af Frank Darabont sem á nú að baki enga aðra en snilldarverkið The Shawshank Redemption og hina ofmetnu (að mínu mati) The Green Mile og mun Majestic myndin vera í e-konar Frank Capra-fiftís, fílgúd stíl. Gagnrýnendur hafa sagt hana fullmikið smjör. Það er hættan við svona fílgúd-myndir. Carrey hefði átt að taka að sér aðalhlutverkið í nýju Joel Schumacher-myndinni, Phone Booth, því heyrst hefur að sú mynd muni marka tímamót (sem er ótrúlegt miðað við margann viðbjóðinn sem Schumacher hefur gert en hann hefur þó verið að rétta úr kútnum með síðustu mynd sinni, Tigerland, sem var fín). Phone Booth mun fjalla um mann sem tekur upp síma í almenningssímaklefa og ef hann leggur á þá mun eitthver deyja. Maðurinn er í mynd nánast allan tímann og mun nýja promising stjarnan í Hollywood, Colin nokkur Farrell, leika hann. Pottþéttur tryllir sem mun gera stóra hluti segja menn. Carrey bauðst held ég aðalhlutverkið í Phone Booth en hafnaði því. Æ, Æ, bad múv….. jæja allir verða nú víst að eiga floppmyndir.