Ég lét mér leiðast yfir afhendingu Eddu-verðlaunanna um daginn, en þar var samt að finna áhugaverð brot úr væntanlegum íslenskum bíómyndum sem eru mislangt komnar í framleiðsluferlinu. Ef mér skjátlast ekki var þar að finna brot úr mynd sem á að heita “1.apríl”. Nú veit ég ekki hvaða íslendingar standa á bak við þessa mynd en samkvæmt þessu eina atriði sem sýnt var, má maður eiga von á eitthverjum Guy Ritchie-töffarastælum(smáglæpamannakúlið, hraðar klippingar, fokk í öðru hvoru mæltu orði, eiturlyf, barsmíðar, “frosin”-skot o.s.frv.) Æ, ég veit það ekki! Er þessi tegund af bíómyndum ekki orðin þreytt tíska árið 2001? Dæmigert MTV-moviemaking, kúlið ofar öllu! Verða “Gemsarnir” hans Mikka Torfa líka svona? Vona ekki. Vona að ég hafi líka rangt fyrir mér varðandi “1.apríl”. Höfum það í huga að það eru komin ríflega 11 ár síðan Tarantino gerði “Reservoir Dogs”-snilldina. Þó að hann hafi vissulega nánast stolið frá meisturum eins og Peckinpah, Kurosawa og Scorsese (eða allaveganna verið undir sterkum áhrifum frá þessum köllum) þá hefur enginn höndlað formið eins vel og Tarantino á 10.áratugnum. Svo einfalt er það! Og menn eins og Ritchie eru enn að elta lestina!! “Lock stock…” var meðalmennska, “Snatch” var svosum ágæt og á köflum stórgóð, en er þetta smáglæpamannakúl með trendí nostalgíu-tónlist undir, ekki orðið dálítið hasbeen? Ég vona að núna séu ekki ungir, íslenskir kvikmyndagerðarmenn að fara að elta Ritchie-kúlið eins og Ritchie hefur elt Tarantino-kúlið og minni spámenn í breska kvikmyndageiranum hafa elt Ritchie-kúlið (sjá stórkostlegt offramboð á breskum og amerískum smáglæpamannamyndum á videoleigunum, allt meira eða minna drasl fyrir utan The Boomdock Saints sem er góð). Hvernig verða íslenskar bíómyndir í þessum dúr? Við munum öll eftir BLOSSA 90210 eða hvað sem þessi viðbjóður hét. Hún var ekki einu sinni hlægilega vond. Bara vond.

p.s. Er enn á þeirri skoðun að það hielsteyptasta og besta sem Guy Ritchie hefur gert, er að leikstýra þessu snilldarmyndbandi með eiginkonu sinni Madonnu (þegar hún veldur sabbotage á götunum með gamla kellingu við hlið sér), frábært myndband og ég hefði aldrei átt von á því að svo gott videó kæmi frá meinstrím-listamanni eins og Madonnu. En Madonna kellingin getur verið seig….. þó hún muni aldrei kunna að leika í bíómyndum… Ritchie mun ekki takast að hjálpa henni með það, enda er hann sjálfur takmarkaður listamaður.