Af hverju í ósköpunum getur ekki starfstímabil Alþingis verið sveigjanlegt? Að menn séu langt fram á laugardagskvöld að taugaveiklast yfir hvort frestun á gildistöku laga um trillusjómenn eigi að koma til fyrir þinglok í maí er sorglegur vitnisburður um þetta risaeðlufyrirkomulag í starfstímafyrirkomulagi Alþingis. Hefði verið stórmál að lengja þing þegar allt er búið að vera á kafi í verkföllum og slík gríðarhagsmunamál brenna á hundruðum fjölskyldna um land allt? Maður er orðinn langþreyttur á öllum þessum miðaldaritúölum í stofnanakerfi landans!