“Mikill vill meira” sannar enn einu sinni gildi sitt í málum Árna Johnsen. Að maðurinn skuli enn ekki vera búinn að læra að nú er ekki árið 1959 og samfélagið er orðið aðeins gegnsærra en það var, er með ólíkindum! Auðvitað eru margir sem komast upp með þetta en til hvers að hætta á sukkið? Klassískur bjánaskapur! Ekki er nóg að vera kominn með 300 fm einbýlishús, 8 milljón króna jeppa og sumarbústað. Um að gera að hætta á að tapa ærunni fyrir sólpall eða eitthvað álíka!! Fólk talar mikið um mannlegan harmleik hér. Ullabjakk! Það er vanvirðing við merkingu orðsins harmleikur að tala um slíkt hér. Harmleikur er þegar fólk ferst í slysum o.s.frv. Hér er einfaldlega um að ræða enn einn miðaldra, gráðugann kerfiskarlinn sem kann sér ekki hóf. Einn af hvimleiðum fylgifiskum tiltölulega óheflaðs kapitalisma.

P.s. Hver mun sjá um brekkusönginn í Eyjum í ár?