Ég varð yfir mig hrifinn þegar ég frétti af því að ein allra athyglisverðasta rokksveit samtímans, Modest Mouse er á leiðinni á klakann að halda tónleika þann 8.júlí n.k. Enn og aftur fær eðaldrengurinn Kiddi í Hljómalind hrós í kladdann. Hér er á ferð snilldarband frá Ameríku sem tilheyrir indie/underground-geiranum, spila lofi-alternatíf með stöku uppkeyrslutöktum, en skera sig líka vel frá mörgu af því drasli sem þeim geiranum tilheyrir nú til dags. Búið er að hæpa upp töluvert af böndum sem geta ekki rassgat BARA af því að þau eru indie. Hljómsveitin er dæmi um þetta. Þvílíkt drasl. No talent-bílskúrsfokkerar frá helvíti. En Modest Mouse er SKRILLJÓN klössum fyrir ofan. Nýjasta plata þeirra “The Moon and Antartica” er að mínu mati besta plata ársins ásamt “Amnesiac” með Radiohead og gömlu plötur músanna eru eðal líka. Raddbeiting og söngstíll sveitarinnar er sérstakur og hressandi tilbreyting frá helvítis Eddie Vedder/Lane Staley-wannabíunum sem jarmandi eru á mann úr öllum rokkáttum þessa dagana. Lög músanna eru íðilfögur en á sama tíma taugaveikluð og innihaldsrík og lúmskur groddi í þessu öllu saman. Hógværa músin ætlar að sigra Gaukinn þann 8. júlí n.k.

P.s. Þeir verða líka á Hróarskelduhátíðinni.