Hljómsveitin The Dismemberment Plan hélt frábæra tónleika í Norðurkjallara MH í gærkvöldi. Tónleikastaðurinn hafur reyndar aldrei heillað mig og smá vandræði voru með bassamagnarann framanaf en bandið er fantaþétt og róteringar hjá þeim milli hljóðfæra eru eftirminnilegar. Þetta er með sérstakari rokksveitum í flórunni í dag og var gaman að sjá þá taka slatta af þeirra bestu plötu “Emergency and I” frá 1999. Eðalhittarinn “What do you want me to say?” var þó sárlega saknað. Sorglegt hvað fáir sáu þá í gær en alvöru nýbylgjuhundar sem ekki voru á svæðinu misstu af miklu. Þetta er band sem búið er að vera að hita upp fyrir Pearl Jam á fleiri tugiþúsunda manna tónleikum í Ameríku og býður upp á fantasjó. Þeir sem misstu af þessu í gær ættu ekki að láta þá framhjá sér fara á Vídalín í kvöld. Icelandic Airwaves bliknar í samanburði. Tveir þumlar upp!