Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

zorglubb
zorglubb Notandi frá fornöld Karlmaður
4.002 stig
Áhugamál: Ljóð, Danstónlist, Kettir
—–

Abstrakt (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Bláminn virðist hulinn af eigingjörnum floshrúgum sem horfa með fyrirlitningu á jörðina áður en þær míga á hana þvers og kurs. Í gegnum þær sker eins og hvítur þráður skært ljós fljúgandi bíla sem stálu vængjum sínum frá annari borg. Myglaðar flygsur afkomenda syndatrésins umkringja mig og upphugsa djöfullegt plott. Ég heyri þær skrafa saman og eftir götunni hleyp burt í næsta skjól.

Endurspeglun (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Stinga hnífar létt mína augasteina er ég stari mót sólu. Ég gríp í einn af geislunum þýt niður Miklubrautina og stekk af áður en sólargeislinn stingur sér í tjörnina og syndir meðal gæsanna. Ég fer lengra vestur og horfi á sólina dýfa tánni ofan í kaldan sjóinn á meðan sólargeislarnir dansa á haffletinum

Strætóferð (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Trén leika við hvern sinn fingur eða grein og halda sér varla kjurrum af kæti í rokinu. Aðvífandi kemur strætó trén veifa mér bless. Einhverntíman komið í strætó? það er víst talið halló og strætóinn hallar undir flatt til að auðvelda fótfúnum inngöngu. Ég fæ mér sæti, horfi fram ekkert popp og kók? Æ já, þetta er víst strætó. Heimurinn í kring þýtur af stað og hugur minn þýtur af stað, leitar að orðum til að raða í þetta ljóð. Vona að þér líki það sem ég krota á þetta blað svo pár mitt sé...

Mannaveiðarinn (1 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Eftir blautu malbiki hljóp frakkaklæddur maður, hávaxinn, grannur, með stóran hatt og sást ekki í andlit hans. Rigningin hafði dunið stanslaust alla nóttina og bílastæðið var orðið eins og grunn sundlaug á sumum stöðum. Í kring slógust til trén og nudduðu sé í hvort annað með tilheyrandi skrjáfi. Maðurinn nam staðar og leit aftur fyrir sig. Hann var einn, eða hvað? Hann stakk hægri höndinni í innanávasann og dró út furðulega skammbyssu sem virtist ekki jarðnesk. Bláir fingurnir krepptust um...

Mannaveiðarinn (0 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Eftir blautu malbiki hljóp frakkaklæddur maður, hávaxinn, grannur, með stóran hatt og sást ekki í andlit hans. Rigningin hafði dunið stanslaust alla nóttina og bílastæðið var orðið eins og grunn sundlaug á sumum stöðum. Í kring slógust til trén og nudduðu sé í hvort annað með tilheyrandi skrjáfi. Maðurinn nam staðar og leit aftur fyrir sig. Hann var einn, eða hvað? Hann stakk hægri höndinni í innanávasann og dró út furðulega skammbyssu sem virtist ekki jarðnesk. Bláir fingurnir krepptust um...

Fjallganga (9 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
fjallendi og dalir mjúkt og meyjarhold titra fætur, fingur þvalir upp skal fara í kvöld fjandi er leiðin löng langt er að fara um þessi röku göng stend eins og þvara rístu upp kallinn þarft þetta að fylla en vondur er gallinn píkan þín lyktar illa. :)

Endalaus nóttin (9 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ég stari í blátt tómið þar sem dreggjar dagsins drukkna í geislavirkum roðanum sjóndeildarhringurinn nær horfinn og skínandi augasteinn himinsins hrapar fram af brennandi hengiflugi jarðarinnar aðeins til að svífa undir fótum okkar og birtast hinum megin. Ég horfi á fjarlæga fjallstindana bráðna í tíbránni eins og öfug grýlukerti í vetrarsól. Ég sé dökkar eftirprentanir húsanna lengjast smitast yfir kalda jörðina þar þær hverfa í trjánum. Ég horfi inn í sjálfan mig og sé að dagurinn þar er...

(sunnudags) morgunn í Reykjavík (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Húmar að nóttu er sólin situr að sumbli dauðadrukknir geislarnir löngu útþynntir með köldu hafblandi. Tíminn líður og glösin tæmast og dagur rís að nýju og sólin styður sig ropandi við Esjuna er hún ráfar milli skýjana í leið að hinum endanum

Morgunn í reykjavík (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Rauðgullin birtan frá jarðarmóður geislar mjúkt af fjörgömlu fjallsberginu á sofandi borgina sem hleypir ófleygum málmfákum með lýsandi augu gegnum hjarta sitt og huga. Hægt þokast skýin frá aðalsviði himnanna eins og þau skammist sín fyrir að flækjast í sviðsljósinu, þegar aðalstjarnan í sýningu dagsins dansar hægt en örugglega loftballett sinn yfir deyjandi haustlaufunum og stígur stígurlega af sviðinu um leið og birta þverr.

Norður Írland... Á þetta fólk skilið sjálfstæði? (16 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Maður spyr sig þessarar spurningar alvarlega. Írland virðist við fyrstu sýn friðsælt land með ofgnótt af náttúru og sögu. Svo rýnir maður í þetta land og horfir til norðurs. Í margar aldir háðu Írar baráttu fyrir sjálfstæði frá Bretum, á seinustu öld fengu þeir kröfum sínum framgengt, að mestu. Eftir stofnum írsk ríkis stóð eftir angi nyrst á eyjunni sem Bretar kusu að stjórna enn um sinn. Allar götur síðan hafa götur þessa parts af Írlandi verið meira og minna þaktar blóði, blóði sekra...

Holdleg ást, andleg (6 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Augu mín eins og tár líða niður andlit þitt og lenda á vörum þínum er snerta mjúklega mínar. Augu mín leita í þínum í leit að draumum sem eins og fuglar úr búri fá frelsi Augu mín snerta þín fingur umvefjast renna eftir hörundi líkami þinn mínum Augu mín mæta þínum hugur þinn mínum hjarta mitt þínu slá sem eitt.

Vandamál með WIN98 (5 álit)

í Windows fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ég hef glímt við fáránlegt vandamál hvað varðar tölvuna mína. Um daginn fékk ég notað skjákort og voodoo 2 hraðal í tölvuna mína, (gamla kortið mitt gafst upp) Ég setti inn driver fyrir skjákortið og gekk það að óskum. Svo henti ég inn driver fyrir voodoo kortið og rebootaði. Í bootinu hlóðust helstu skrár inn fínt, þar til (að ég held) win fælarnir fóru að hlaðast. Þegar skjámynd win98 kemur upp þá virðist harði diskurinn eins og hiksta og stoppa,, allt frýs, ég get ekki warmbootað, ekki...

Lífið er þitt (5 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Þetta ljóð samdi ég fyrir vin minn fyrir nokkru Aldrei getur sólsetrið verið svo blóðrautt að leki úr æðum deyjandi líkama þíns og storkni. Hví er hún svo svört sólin sem þú eins og blindur hleypur að þykist heyra boðun um komu skipun um að enda dag þinn og drepa sólina með hvassri egg. Opnaðu augun hálfviti! Því birtan er þín til að umvefja með ást þinni og nóttin einungis óumflýjanlegur endir sem kemur þegur réttur er tími og eftirmáli sögu þinnar skrifast. Líf þitt vilja margir lesa því...

Deeq! vakna! (7 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
wake up wake up wake up

Útvarp (0 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 8 mánuðum
1 “Smoke on the water…” Gamalt lagið ómaði frá litlu ferðaútvarpi og endurkastaðist frá berum veggjunum í stóru herbergi. Lagið var lækkað niður, “Eitt gamalt og mjög gott með Deep Purple. og nú annað enn eldra…” Kynnirin sagði eitthvað óskiljanlegt í viðbót áður en slökkt var á tækinu með háum smelli. “Ekki ætlarðu að liggja þarna í allan dag. komdu, hjálpaðu mér við að bera draslið inn”. Ungur dökkhærður drengur stóð upp með erfiðleikum. Hann rétt náði að hreyfa sig vegna stirðleika. Hann...

Andleg ást holdleg (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Augu mín eins og tár líða niður andlit þitt og lenda á vörum þínum er snerta mjúklega mínar. Augu mín leita í þínum í leit að draumum sem eins og fuglar úr búri fá frelsi Augu mín snerta þín fingur umvefjast renna eftir hörundi líkami þinn mínum Augu mín mæta þínum hugur þinn mínum hjarta mitt þínu slá sem eitt.

Óður til morgunnsólarinnar (fyrripartur ) (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Rís sól, heit, mun hún ylja hörund, hár mitt og hönd rauðleit ský hana hylja svo haldi henni einhver bönd Gerið þið svo vel, og botnið

Dauðasta áhugamálið á Hugi.is????????? (11 álit)

í Borat, Ali G og Bruno fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Dæmi hver fyrir sig, ef þá einhver villist hingað inn… =o) Er ekki málið að stokka upp og henda út áhugamálum sem akkúrat enginn kíkir á?? Segi bara svona. Ali G er snillingur samt og ætti að flestu óbreyttu að hafa eigið áhugamál hér, en málið er að enginn kíkir hingað??

Hundrað hæðir (5 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Brot eftir brotabrot hrynur hjarta mitt eins og múrsteinn úr fjörgömlu húsi fellur hundrað hæðir og frýs í næturhúminu, nálgast grjóthart hyldýpi og molnar í svörtu allsleysinu. Þú stígur á brot mín án þess að heyra brestina gengur mót hamingju þinni frá mér. Vindurinn nístíngskaldur, tíminn nístingskaldur brotin breytast í sand og sál mín í stein.

En hvað maður er nú heppinn? (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Sá sem sér um þetta áhugamál virðist hafa sofnað í heila tvo daga, svo virðist hann hafa vaknað, hent inn öllu því sem komið var inn á borð , og mín ljóð, öftust í röðinni og detta úr af forsíðu án þess að komast þangað,,, taaaaaaaak fyrir mig =o/

Trú, blekking? (45 álit)

í Heimspeki fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Fyrir upphaf tímatals manna ráfuðu menn um sléttur meginlandana áttavilltir með spjótin sín. Veður var vont og enga bráð að finna. Allt í einu lýstur eldingu í tré og kveikir í því. Frummennirnir horfa á sjónarspilið í forundran og velta því fyrir sér sín á milli hvað ætli hafi orsakað þetta brennandi ljós frá skýjunum. Eftir vangaveltur fram og til baka ákváðu þeir að kannski væri til einhver vera þarna uppi í skýjunum æðri þeim sem bjó til veður, rigningu, eldingar, og kannski jörðina sem...

smá álit? (5 álit)

í Grafísk hönnun fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ég er byrjaður á breytingum fyrir síðuna mína. http://blacksun.vortex.is Hvað finnst ykkur?

liti á scroll-bar? (7 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ég er alger álfur og kann lítið en hvernig set ég eigin lit á scrollbar þeirra sem skoða síðuna mína?

Múrbrot (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Brot eftir brotabrot hrynur hjarta mitt eins og múrsteinn úr fjörgömlu húsi fellur hundrað hæðir og frýs í næturhúminu, nálgast grjóthart hyldýpi og molnar í svörtu allsleysinu. Þú stígur á brot mín án þess að heyra brestina gengur mót hamingju þinni frá mér. Vindurinn nístíngskaldur, tíminn ískaldur brotin breytast í sand og sál mín í stein.

Rigníng fellur og skellur (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Falla samansöfnuðir hjarðir vatnssameinda hrynja úr skýjahöll falla í tómið gegnum rúm fyllt af engu brotlenda á hörðum skráp jarðarinnar fletjast út í ósýnilegt teppi 0.1-0.4 fercm. eitt andartak, eða hálft áður en allt verður ekkert og fleiri dropar fylgja regninu.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok