Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

zorglubb
zorglubb Notandi frá fornöld Karlmaður
4.002 stig
Áhugamál: Danstónlist, Ljóð, Kettir
—–

Erótískar öldur (sorry, fann ekkert sniðugra nafn) (5 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Hún hreyfði sig eins og öldurnar í vatninu bylgjur liðu eftir líkama mínum og brotnuðu heitar á vörum mínum. Saltbragð af brjóstum hennar sem mýkri en dúnn ummynduðust eftir hörundi mínu. Ég synti í gegnum öldurnar andaði að mér unaðsangan hennar og kafaði djúpt. Eins og mannlegur þokulúður bergmálaði sæla hennar í hafbláu herberginu. Gísli

Ferðin heim (Vestmannaeyjar) (14 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Þú birtist smátt og smátt úr hjúpi jarðar svört þúst sem enginn sá fyrir. Grænklæddir steinar á bláum feldi leirparadís úr barnungu hraunteppinu fjallasýn sem umvefur, bindur og byrgir sýn. Fljúgandi fuglar, prófastar, flugvélar fleytur á leið úr faðmandi kyrrðinni út í harða víðáttuna. Mýmargar línur stálþilja og steinsteypu þétt þyrping lifandi hvítra veggja sem bera samofinn dúk bárujárns. Flóð sálna eftir öskugráu malbikinu og ásjóna mín í spegilmynd á skítugri bílrúðu. Gísli

And-reykingafastistar!?! (184 álit)

í Hugi fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Ég reyki ekki og finnst þessi siður ekki til að bæta heilsuna eða útlitið á fólki en ég er eindregið á móti þeim sem reyna að gera reykingamenn að annars flokks þegnum með því að rakka þá niður í pressunni og elta þá eins og hunda eins og Þorgrímur Þráinsson fótboltakjaftæðisrithöfundarsorryassvitleysingur gerir af miklum móð með hálfgerðum fasistatilburðum. Í dag taka gildi þær reglur sem gera það óheimilt er að reykja á almannafæri. Hér er tekið svolítið djúpt í árinni, fínt er að banna...

North American XB-70 Valkyrie (3 álit)

í Flug fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Valkyrjan er sjálfsagt með dýrari tilraunum Bandaríska hersins og NASA til að smíða sprengjuvél sem kæmist á þrefaldan hljóðhraða. Árið 1959 var engin flugvél til sem náði slíkum hraða eða var af þeirri stærð sem verkefnisútboð sagði til um. Verkefnið komst lítið á skrið fyrr en 1964 þegar fyrsta vélin (eintak nr 2 reyndar, þrjú eintök voru plönuð, fyrsta eintak var fyrir loftgöng, þriðja eintak var aldrei smíðað vegna fjárskorts) var dregið úr flugskýli við mikla aðdáun áhorfenda sem höfðu...

Vinstri grænir, jafnáhugaverðir og arfarnir grænu (5 álit)

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Ég er sjálfsagt að kommenta á hlut sem er öllum augljós en Vinstri grænir er tímaskekkja, sófakommar sem allir láta persónulegt hatur á öðrum flokkum lita nöldur sitt á alþingi. Vinsældir þeirra einskorðast við eldra fólk, staðreynd sem hefur komið berlega í ljós í skoðanakönnunum hingað til. Þessi flokkur á sér litla framtíð í nútímastjórnmálaumhverfi. Þetta er einungis mín skoðun. -ifil bbúlgroz-

Yrkirðu í bundnu máli? (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 9 mánuðum

kynorka - (1 álit)

í Hip hop fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Leggstu niður helvítis kelling því nú kem ég gef þér helling af orku minni spýti á þig vertu næs og ég brundið af fési þínu þurkog blæs vertu góð þú þarna sæta ljónynja ég vil heyra þig öskra hátt og stynja blah,,, arg!! þetta er drasl!!! =)

skipta? (2 álit)

í Farsímar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Ég á Siemens c35i wap síma, lítinn og nettan, en mig langar í Nokia síma =) Á einhver hérna 3310 notaðan sem hann vill skipta út fyrir siemens? =)

Linka á comic-síður?!? - og margt fleira (2 álit)

í Myndasögur fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Hversvegna vantar linka á heimasíður í þessu áhugamáli?? Ég hélt að þær skiptu þúsundum? Ég hef eina uppástungu líka sem er sér korkur fyrir þá sem búa til sínar eigin myndasögur eða myndir. Viðkomandi getur þá sýnt fram á hæfni sína og fengið einhvern dóm á. Þetta áhugamál þarf smá líf. Ég vona að umsjónarmenn sjái þetta sömu augum.

Svefnleysi og vökudraumar. 1 og 2 (4 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 9 mánuðum
1. Klukkan á veggnum slær eitt, tvö, þrjú hjartaslög sem bergmála í herberginu og í huga mér. Loftið samlagast sjóndeildarhring er markast af fjallsveggjum fjórum sem umlykja. Öldurnar bylgjast í gluggatjöldunum og brotna hverjar á eftir annari á veggjunum sem skipta litum í flöktandi birtunni. Birtan síðan dofnar og deyr er ég slekk á sólinni og deginum. Slær hjarta mitt eitt, tvö, þrjú klukknaslög sem bergmála í huga mér og í herberginu. —- 2. Augu mín leita eftir rökkvuðu ljósinu á...

Tikk tokk tikk tokk - ( svefnleysi) (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Augu mín leita eftir rökkvuðu ljósinu á veggnum og að klukkunni sem vísum sínum dregur mig á asnaeyrunum hring eftir hring um tíma sem líður ekki áfram heldur stendur bara þarna og horfir hálf glottandi á mig með kortér í tvö svipnum sínum slær mínúturnar hátt og hvellt til að núna mér því um nasir að nóttin eigi eftir að verða hræðileg og löng. Ég reyndi ítrekað að drepa tímann en hann sleppur síknt og heilagt úr þreyttum örmum mínum og kemst úr dvínandi augnsýn. Nóttin bíður þarna úti...

Tikk tokk tikk tokk (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Klukkan á veggnum slær eitt, tvö, þrjú hjartaslög sem bergmála í herberginu og í huga mér. Loftið samlagast sjóndeildarhring er markast af fjallsveggjum fjórum sem umlykja. Öldurnar bylgjast í gluggatjöldunum og brotna hverjar á eftir annari á veggjunum sem skipta litum í flöktandi birtunni. Birtan síðan dofnar og deyr er ég slekk á sólinni og deginum. Slær hjarta mitt eitt, tvö, þrjú klukknaslög sem bergmála í huga mér og í herberginu.

Quatroformaggi - pastaréttur fyrir piparsveininn. (4 álit)

í Matargerð fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Þessi réttur er agalega einfaldur og fínn fyrir okkur strákana sem búa einir og kunna lítið að elda. Ath! fer alltaf eftir eigin smekk og eyra þannig að ég hef ekki hugmynd um það hve mikið fer í þennan rétt. Lærði hann af Ítölskum vini mínum Sósa: 1-2 Msk. Mascarpone rjómaostur 1-3 flísar af Gráðaosti Mossarella eða eitthvað því líkt, man ekki hve mikið Parmezan eftir smekk, helst nógu andsk. mikið =) Svartur pipar, nóg af honum. niðursneiddir tómatar úr dós, svona rúmlega helming af...

UFO´s = greinar hér (6 álit)

í Dulspeki fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Nafn greinarinnar segir sitt, eða jafnvel allt þar sem greinar hér á þessu áhugamáli eru jafn algengar og fljúgandi furðuhlutir sem svo margir þykjast nú hafa séð. Ég tek alls ekki fyrir það að geimverur séu til, eða að fólk nenni að skrifa greinar, en kannski mætti virknin aukast. Hvernig væri td að rífast svolítið um þær kenningar sem heimsins spekúlantar hafa hent fram. Erik von Daniken er td að mínu mati hálfgerður kjáni sem lætur ást sína á geimverum í textum biblíunnar leiða sig og þá...

Vopnaskak? (Svar til Johnson ) (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Flögrar frétt sem svín á flugi er leikar standa mest og hæst að leirburð mönnum minn ei dugi í huga mér vitið ei fæst Leit er að slíkum strák sem til vopna latur er sem hefur svo mjúkan skráp og sjaldan til bardaga fer En friðsæll er hann og sátt vill án þess að emja leirburðinn einn hann kann því vont er í bundnu að semja Gísli

Nakin ofurmenni (14 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Einn lítill regndropi fann sér leið í gegnum harðlokuð augnlokin og hann gretti sig, opnaði augun og pírði þau. Í fyrstu sá hann varla neitt en svo birtust húsþök og veggir út um allt í gegnum móðuna. Allt í kring voru illa málaðar blokkir með bárujárnsþökum sem þöktu þessar blokkir eins og permanent á rauðhærðri mellu. Himininn var sígarettuöskugrár og ætlaði næstum því að hrynja yfir jörðina. Hann stóð upp. Shit sagði hann upphátt. Hvar var hann eiginlega? Og hvað gerðist eiginlega í gær,...

Steikarpanna og flamberaður kúkur (11 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Eigi mátti eiturblys giftast vörum mínum því mamma sagði það óhollt En Che Guevara var kúl og ég vil líka Anda að mér ilminum Árum seinna hóstaðu taugaboðin visnuðu eins og amma og húð mín varð eins og gulur sætur ostur eins og á ömmu og reykurinn fór inn en ekki út aftur er ég hætti að draga endur eins og amma.

Vaskur (sem vitni að sjálfsmorði) (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Horfi á þig er þú horfir á sjálfan þig. Þú leggur á mig hendur, rautt regn fellur á mig er þú skerð þig og sneiðir burt það sem eftir gat verið af lífi þínu.

Bommi fer á kreik (varúð klámvísa) (4 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Steiktur stór og sterkur sífelldur höfuðverkur skelltásig spíra og jakkafötum niðrí bæ að leit´að götum fann loks eina, til í var hún hitnuðu þau strax og beint út á tún æstist þá leikur hátt hann stóð lýsti upp nágrennið ástarglóð. =o)

Árna úr alþingi takk! (56 álit)

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Það er engin þörf á því að útlista það sem Árni Johnsen hefur afrekað síðustu daga. Hvernig hann hefur skammlaust hellulagt heima hjá sér og smíðað á kostnað Þjóðleikhússins. Fordómar hans sem einstaklings eru hans eigin og koma málinu kannski ekki við, eða hvað? Er alþingismaður ekki forsvari þess landshluta sem kýs hann??? Hata allir sunnlendingar samkynhneigða? Varla. Þjófnaður og Lygar ættu ekki að viðgangast hjá mönnum kosnum af alþjóð. zorglu

Dautt áhugamál?????? (2 álit)

í Borat, Ali G og Bruno fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Ég held að þetta áhugamál sé dautt eins og það er núna. Ali G er ekki í imbanum núna og það kemur í raun ekkert frá honum til landsins nema einstaka slúðurfréttir. Hardcore aðdáendur svala svo þorsta sínum í Nexus. Þetta áhugamál ætti að taka niður eða skella í smá hvíld þangað til RÚV ákveður að heiðra Ali G á ný með sýningu næstu seríu.

Árni samur við sig?? (43 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Þegar ég las grein um meint kaup Árna Johnsen á timbri í nafni Þjóðleikhússins fyrir kofan sinn út í eyjum þá hugsaði ég með mér: Hann er heimskari en ég hélt. En svo kom það á daginn að um mistök hafi verið að ræða, starfsmenn Byko höfðu merkt vörur hans í nafni þjóðleikhússins, sem Árni svo leiðrétti þegar hann tók við timbrinu. Jæja, gott og vel. En nú kemur upp úr kafinu að hann hefur keypt fleiri bretti af múrsteinum í nafni þjóðleikhússins og getur svo ekki gert grein fyrir því hvar...

Fastir í klisjunum? (1 álit)

í Myndasögur fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Hvernig væri að fá almennilega umfjöllun um almennilegar teiknimyndasögur eins og Transmetropolitan, Preacher eða Authority, Stormwatch, eitthvað í þessum dúr. Ekki þetta gamla stöff, fínt sem það er svosem. Ég er bara orðinn þreyttur á þessu X-men/Superman/Batman dæmi.

Arthur C Clarke er snillingur! (1 álit)

í Geimvísindi fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég mæli ótvírætt með því að fólk lesi skáldsögurnar (2001, 2010, 3001 osfrv) eða smásögurnar hans. Sérstaklega smásögurnar þar sem hann fer oftast mun lengra fram í tímann í sínum skáldsöguspádómum en venjulegt er. Kíkið líka á Rendevouz with Rama, snilld sem er að komast á filmu.

Ísland hf ! (4 álit)

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Framtíðin ætti að vera svona: Íslandi er breytt í eitt allsherjarhlutafélag með þegna landsins sem hlutafjáreigendur. Ríkisstjórninni er slegið af, stjórnmálaflokkar aflagðir og Stofnuð Stjórn með aðilum völdum eftir verðleika og atorku en ekki frændsemi og pólitískum lit. Forsetisráðherra yrði Forstjóri. Allir landsmenn fá sama grunnarð sem eigendur fyrirtækisins en svo auka arð eftir mikilvægi starfs í þjóðfélaginu. Læknir fengi meira en strætóbílstjóri osfrv. Allar ákvarðanir er tengdust...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok