Trén leika við hvern sinn fingur
eða grein
og halda sér varla kjurrum af kæti
í rokinu.
Aðvífandi kemur strætó
trén veifa mér bless.
Einhverntíman komið í strætó?
það er víst talið halló
og strætóinn hallar undir flatt
til að auðvelda fótfúnum inngöngu.
Ég fæ mér sæti, horfi fram
ekkert popp og kók?
Æ já, þetta er víst strætó.
Heimurinn í kring þýtur af stað
og hugur minn þýtur af stað,
leitar að orðum
til að raða í þetta ljóð.
Vona að þér líki það
sem ég krota á þetta blað
svo pár mitt sé ekki til einskis.
Vagninn nemur staðar
heimurinn hægir á sér
og hugur minn nemur staðar.
Ég stíg út
og sting orðum mínum
í vasann.
—–