Þetta fer náttúrulega eftir því hversu alvarlegt brotið er, hvernig aðstæðurnar eru, hvort versni í veðri, hversu lengi við reiknum með því að komast í skjól á fullum hraða, hversu lengi við komumst í skjól með fótbrotinn mann. En það gæti þó verið gaman að blanda leikjafræðinni inn í þetta, þ.e. hvað myndi fótbrotni aðilinn gera fyrir þig ef þið skiptuð algjörlega um hlutverk. Er skynsamlegt að hætta eigin lífi fyrir einhvern sem myndi ekki gera það sama fyrir mann sjálfan?