Hvað er málið með fólk sem að er bara gjörsamlega hætt að tala um aldur í staðinn fyrir árgerð/módel?

Tökum dæmi:

A: Hvað er hann gamall?
B: 95

Ókei stoppum aðeins hérna. Ef að ég, þriðji aðilli myndi labba inná þetta samtal myndi ég að sjálfsögðu halda að aðillinn sem að um ræðir væri 95 ára eða ‘14 módel. (f. 1914) :)

Það sem að B meinar í alvöru er að hann er fæddur 1995.
Ókei sumu fólki finnst þæginlegra og fljótlegra að tala svona. Ég skil það alveg. En þegar maður er algjörlega hættur að tala um raunverulegan aldur og er bara farinn að nefna hvaða módel manneskjan sem að maður er að tala um þá þarf maður aðeins að fara að hugsa sig um. Skamm skamm.

Svo er annað. Það er allt í lagi að segja ,,já hann er 97 módel“ en segiði þá allaveganna MÓDEL ekki bara ,,já hann er 97”

NÍTÍJU OG SJÖ HVAÐ?!

Einnig ef að þú ætlar að skrifa ’94 módel, hafðu þá kommunna allaveganna á réttum stað.


Þeir sem að nenntu að lesa þetta, já ég er að banna ykkur að tala svona fáranlega. Veriði bless.
If writers wrote as carelessly as some people talk, then adhasdh asdglaseuyt[bn[ pasdlgkhasdfasdf.