Þið afsakið vonandi þó ég noti orðskrípið “anarkismi” hér til að varna misskilningi með notkun orðsins “stjórnleysi”.

Ég hef fylgst af athygli með þróun fyrirmyndarríkis anarkistanna hér á huga. Anarkismi á í hugum margra þeirra að vera lausn við ofríki ríkisstjórna sem smala saman peningum allra þegna, ráða her til að krefjast afborgunar og undirgefni og nota fyrrnefndan pening í ýmsan svartagaldur.
Vissulega er þetta ekki besta fyrirkomulag sem hugsast getur og auðvitað misnotar fólk sér þá aðstöðu sem það er í aðstöðu til að misnota, svo maður vitni í Hafið. En það er einmitt mergurinn málsins, að í “anarkísku” samfélagi myndi einhver vafalaust ná að smala til sín auðævum í því magni sem ríkisstjórnir gera nú, og værum við þá ekki komin í sama bullið aftur? Nema, að sjálfsögðu, að við gætum ekki kosið nýjan harðstjóra yfir okkur.

Felst lausnin ekki öllu heldur í að reyna að búa til hæfilega slæmt kerfi sem ekki er hægt að gera verra, frekar en að skjóta á fullkomnun og fljúga of nálægt sólinni?