Eins og loftslagið er að þróast núna og homo sapien að fjölga sér stjórnlaust, þá liggur beint við að Tellus geti ekki séð mannkyninu öllu fyrir matvælum. Svo að á einhverjum tímapunkti (kenning) munu stjórnvöld ýmissa landa taka upp stefnu Kínverskra stjórnvalda um að hver einstaklingur megi einungis eiga eitt afkvæmi, eða eitthvað svoleiðis ég man ekki nákvæma stefnu. Og ég spyr; hvað ætli sé langt í að yfirvöld taki upp þessu stefnu og almenningur sætti sig við það?