Oft hefur verið talað um að Ísland sem sé lítil ýkt spegilmynd USA og kannski ekki svo skrýtið þar sem við urðum eiginlega til sem “sjálfstæð þjóð” en ég set þetta inn í gæsalappir þar sem við lýsum yfir sjálfstæði í skjóli peninga og herverndar frá USA.

Og hvað sem Evrópusinnum og öðrum sem eru í nöp við Bandarísk áhrif þá verður ekki undan því litið að við höfum litast mikið af veru þeirra hér, sem dæmi er amerískur framburður margra Íslendinga þó þeir hafi aldrei til Ameríku farið.

Þó ég hafi numið í USA og líkað þar margt er ég engin aðdáandi þeirra Í dag, hnignun þar virðist vera yfirvofandi og þar kem ég að inni haldi greinarinnar, þ.e. hvort Ameríska ævintýrið sé brátt á enda, “i.e. failed experiment” þar sem þetta er ekki svo gamalt fyrirbrigði.

Þegar ég skrifa þetta þá er ég að hlusta á gamlan “all American” slagara “Stay” með Jackson Brown sem er kannski lýsandi fyrir Ameríku sem var og kemur ekki aftur.

En svo er spurningin líka hvort sjálfstætt Ísland er ekki fyrirfram dæmt dæmi, 300 þúsund hræður sem halda að þær geti verið sjálfstæðar í hörðum heimi ?

Kaninn farinn og engin vilji til að beita NATO fyrir sig, er ESB aðild eini möguleikinn ? Hvað er sjálfstæði þegar við þurfum alltaf að leita skjóls ? Er það sjálfstæði ?