Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Jólin koma *jiiiiibbííííí*

í Hátíðir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
hehe… nei… fór aldrei í HÍ. Ég er jú háskólamenntaður, bara ekki á Íslandi. Ég sé það reyndar núna að ég gleymdi að nefna það hvaða mánuður þetta var. Tishri er 30 daga tímabil í September og Október samkvæmt dagatali gyðinga. Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk um dagatal gyðinga var 15. dagur Tishri mánaðar, 20. september samkvæmt gregorísku tímatali (okkar dagatal). Vel á minnst. Samkvæmt dagatali gyðinga er árið 5763 núna. :P

Re: Jólin koma *jiiiiibbííííí*

í Hátíðir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Jólahátíðin var til löngu fyrir tíma krists. Hún var hátíð ljóssins, því þá tók daginn að lengja aftur. Allar kristilegar hátíðir eru byggðar á gömlum heiðnum siðum. Páskarnir eru hátíð vorsins; frjósemishátíð - hvað hefur páskaegg t.d. með upprisu jesú að gera? ekkert, því það er frjósemistákn. Kirkjan eignaði sér þessar hátíðir, annars vegar vegna þess að það var auðveldara en að hafa spes hátíð og vegna þess að þetta voru “heiðnir” siðir og því ekki ásættanlegir fyrir kirkjuna. Varðandi...

Re: Vondir kallar

í Vísindi fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Því miður er ekki til neitt einfalt svar við þessu. Það er margt sem kemur þarna inn í og vissulega eru allar þessar týpur sem þú nefndir, til einhversstaðar. En þetta er ekki svona einfalt. Fíklar og alkóhólistar eru ekki “uppteknir af sjálfum sér” eða vegna þess að það fær “kick út úr því”. Svarið leynist í orðinu fíkill. Það er fíkn. Það er óstjórnleg sókn í eitthvað. Yfirleitt líkamleg fíkn (þegar líkaminn þarf á efninu að halda: er háður því) en líka andleg fíkn. Í öllum fíknum er málið...

Re: Jennifer Aniston er að hætta .......

í Gamanþættir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ummmkay… 10 serían er sú síðasta. Ekki aðeins er það samningsbundið, heldur er þegar farið að auglýsa hana í sjónvarpinu hérna úti sem “Friends - The Final Season”. Leikararnir eru allir samningsbundnir út árið, þ.á.m. Jennifer Aniston. En þetta ár er aðeins öðruvísi en fyrri ár. Nú verða aðeins 18 nýjir þættir í stað 24. Persónulega er ég orðinn soldið þreyttur á þessum sífelldu vangaveltum um það hver vilji hætta og hver ekki. Njótið þess bara að horfa á þessa 18 þætti sem eftir eru…

Re: Verða menn alltaf menn?

í Vísindi fyrir 21 árum, 8 mánuðum
OK, mjög rökrétt hugleiðing að maðurinn gæti þróast í eitthvað annað… en ein spurning: Afhverju grænt hörund???

Re: Myndgæða mismunurinn, afhverju ?

í Græjur fyrir 21 árum, 8 mánuðum
“eftir að maður spilar spólu svona 2 -3 fer meður að taka eftir verri myndgæðum” Jamm, það er rétt… Það gerist vegna þess að myndhausinn í videotækinu snertir bandið (nuddast reyndar við það). Smám saman minnkar segulmagnið í efninu á spólunni og þar með gæði þeirra gagna sem hún hefur að geyma. Digital spólur fylgja sömu lögmálum, en þar sem gögnin eru stafræn, þá sérðu ekki breytingu á myndgæðum jafn fljótt, auk þess sem þær lýsa sér öðruvísi (yfirleitt truflanir á stöku stað í einum og...

Re: Myndgæða mismunurinn, afhverju ?

í Græjur fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Rauður, Grænn og Blár eru grunnlitir ljóss (allir litir saman gera hvítt). Rauður, Gulur og Blár eru grunnlitir efna (allir litir saman gera svart). Slóðin sem einhver gaf á vísindavefinn útskýrir þetta vel.

Re: Myndgæða mismunurinn, afhverju ?

í Græjur fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ef það væri meðaltal myndu myndgæðin verða hálf loðin, sérstaklega á efni sem er skotið interlaced (á 50hz) frekar en 25 heilum römmum. Til að útskýra hvað gerist í 100 riða tæki, þá skal ég fyrst útskýra hvað gerist í 50 riða tæki. Annars er góð grein um það hvernig sjónvarp virkar, á www.howstuffworks.com. Plasmabyssan byrjar efst í vinstra horninu og dregur eina línu yfir skerminn. Hún stekkur svo til baka og dregur aðra línu fyrir neðan, en ekki þá sem væri beint fyrir neðan, heldur...

Re: ÉG HATA....

í Tilveran fyrir 21 árum, 8 mánuðum
OK og hvað kallarðu það sem þú varst að gera núna annað en nöldur? Þú meir að segja settir þetta í Nöldur dálkinn… nöldrar yfir nöldri… lol OK, allir, segið það með mér “STIGAHÓRA!” hehe :)<br><br><b>Woody Allen skrifaði:</b><br><hr><i>It's not the pace of life that concerns me, it's the sudden stop at the end. Hey, don't knock masturbation, it's sex with someone I love. -“Was it good for you too?” -“I think the Pepto Bismol helped.” </i><br><h

Re: er líf annarsstaðar Vangaveltur.

í Geimvísindi fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Sólin mun ekki gleypa jörðina eftir 25 þúsund ár. Hún mun ekki byrja að þenjast út fyrr en eftir um 5000 milljón ár og eftir það mun það taka hana um 1000 milljón ár að stækka nægilega mikið til að gleypa jörðina (þ.e.a.s. ef jörðin ekki gufar upp áður). Reyndar verður allt líf á jörðinni löngu dautt þá, því hitinn gerir jörðina ólífvænlega nokkur milljón ár eftir að útþensla sólarinnar hefst… PS. ég veit að 1000 milljónir eru 1 milljarður… 1000 milljónir eru bara skemmtilegri tala :)

Re: Tiger Woods

í Golf fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég hef séð hann spila á tveim mótum, í fyrra og hittifyrra. Fyrra skiptið sem ég var þar, sló hann það allra flottasta högg sem ég hef séð með eigin augum. 18. hola, Par 4, 450m braut, annað skot á miðri braut, tæpir 200 m með níu járni (!), lenti og steinlá um 30 cm frá pinna… Alger snilld.

Re: Ljóskubrandarar bannaðir með lögum

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
ábyggilega… annars las ég þennann í bók sem heitir Truly Outrageous Jokes, Volume IX.´ Í sömu bók er kafli sem heitir “more jokes for the blind” Kaflinn er ein auð síða… :D

Re: Ljóskubrandarar bannaðir með lögum

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
OK… þá skulum við bara hella smá olíu á þann eld… -Ef þú gengur inn í kirkju, hvernig veistu að það er hommakirkja? -Bara hálfur söfnuðurinn krýpur.

Re: Ljóskubrandarar bannaðir með lögum

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Hollywood bjó hana ekki til, ekkert frekar en aðrar stereótýpur.

Re: Ljóskubrandarar bannaðir með lögum

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Varstu að svara mér eða upphaflegu greininni? Þessi svakalegi orðaforði þinn sló mig aðeins útaf laginu svo ég er ekki viss…

Re: Nickið þitt :)

í Half-Life fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég fékk nikkið Temsi frá vini mínum sem átti og stjórnaði Royal BBS í gamla daga. Ég var með TMS sem notendanafn (sem er fangamarkið mitt, reyndar ÞMS en BBS kerfið tók ekki íslenska stafi). Hann bætti við e og i til að geta sagt þetta upphátt :) og þetta bara festist við mig og sumir kalla mig þetta í daglegu tali. Þetta nikk hefur komið sér ágætlega því það er yfirleitt alltaf laust hvar sem ég skrái mig. <br><br><b>Woody Allen skrifaði:</b><br><hr><i>It's not the pace of life that...

Re: Ljóskubrandarar bannaðir með lögum

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Hvað er að fólki? Húmor verður ekki skilgreindur með lögum. Margir hafa gaman af niðurlægjandi húmor. Húmor er ekki mannskemmandi, nema síður sé. Ekkert er svo heilagt að ekki megi gera grín að því. Þetta er ekkert annað en ritskoðun og skerðing á málfrelsi (sem í Bosníu er væntanlega takmarkað til að byrja með). Hvað næst? Banna að gera grín að stjórnmálamönnum eða lögfræðingum? Eða heimsku fólki? Eða hvað með að banna að gagnrýna stjórnmálamenn á opinberum vetvangi? Það er ástæða fyrir því...

Re: thank_you.pif

í Hugi fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Kerfisstjórinn í fríí??? Og enginn varamaður? Eh, halló, það er eins og að dómarinn fari heim í miðjum leik. Internetið er í gangi 24/7 og því þarf alltaf að hafa varamenn til taks. Þvílík steypa. Kemur mér reyndar ekki á óvart með Nýherja… <br><br><b>Woody Allen skrifaði:</b><br><hr><i>It's not the pace of life that concerns me, it's the sudden stop at the end. Hey, don't knock masturbation, it's sex with someone I love. -“Was it good for you too?” -“I think the Pepto Bismol helped.” </i><br><h

Re: Bókstafstrúarmenn og aðrir vættir

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Ég hef heyrt þetta allt. Þetta breytir því ekki að myndin er snilld.

Re: Bókstafstrúarmenn og aðrir vættir

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Passaðu að taka bilið út :)

Re: Bókstafstrúarmenn og aðrir vættir

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Jamm, þröngsýnn og heimskur múgurinn lætur oft hafa sig að fífli (merkilegt hvað stór hluti þeirra er trúaður, en það er annað mál). Fyrr á þessu ári var geisladiskum og öðru efni sem tengdist Dixie Chicks eytt, þar sem ein þeirra hafði vogað sér að gagnrýna Forseta Bandaríkjanna á tónleikum í London. Múgsefjun er allsráðandi í BNA og hefur verið frá því hvíti maðurinn kom hingað og hóf að drepa “villimennina” sem höfðu það eitt sér til saka unnið að búa á landinu sem hvíti maðurinn...

Re: hvað heitir þaddna lagið.. þú veist..

í Tilveran fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Þetta voru ekki stafsetningarvillur, þetta var einfaldlega léleg íslenska. PS. ef þetta fer í taugarnar á þér, þá þú um það, en svona hroki og ókurteisi er óviðeigandi á Huga.<br><br><b>Woody Allen skrifaði:</b><br><hr><i>It's not the pace of life that concerns me, it's the sudden stop at the end. Hey, don't knock masturbation, it's sex with someone I love. -“Was it good for you too?” -“I think the Pepto Bismol helped.” </i><br><h

Re: hvað heitir þaddna lagið.. þú veist..

í Tilveran fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Fyrirgefðu, en var þetta íslenska? <br><br><b>Woody Allen skrifaði:</b><br><hr><i>It's not the pace of life that concerns me, it's the sudden stop at the end. Hey, don't knock masturbation, it's sex with someone I love. -“Was it good for you too?” -“I think the Pepto Bismol helped.” </i><br><h

Re: Jólin koma *jiiiiibbííííí*

í Hátíðir fyrir 21 árum, 9 mánuðum
1. Það er ágúst, enn rúmir 4 mánuðir til jóla. 2. Óþarfi að kaupa jóladraslið fyrr en í desember. 3. HVERN hlakkar til, ekki hverjum. 4. Jesú á ekki afmæli þá, hann er dauður og á því ekki afmæli lengur… hann ÁTTI afmæli (þar fyrir utan að hann átti afmæli í mars, en það er önnur saga). Slappaðu af og njóttu haustsins og byrjun vetrar. Nógur tími til jóla.

Re: Myndgæða mismunurinn, afhverju ?

í Græjur fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Hjá honum. Nýju skjáirnir sem er áætlað að komi á markaðinn á næsta ári munu hafa um 25 nanósekúndna viðbragðstíma. Þeir nota nýja OLED kerfið (Organic Light Emitting Diodes). Hér er grein máli mínu til stuðnings: http://tonytalkstech.com/archives/000100.ph p Þarna er það hreinlega sagt beint út “LCD currently switch at 25 milliseconds, OLED switches at 25 nanoseconds.” :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok