Ljóskubrandarar bannaðir með lögum.
,,Ríkistjórn Bosníu hefur samþykkt lög sem gera það að verkum að ólöglegt verður að segja ljóskubrandara. Frumvarpið, sem tekur á jafnrétti kynjanna, gefur konum kost á því að kæra hvern þann sem gerir grín að háralit þeirra…..” Þetta er hluti greinar sem birtist í Fréttablaðinu þann 21. ágúst. Eins og allir vita birtast ótal ljóskubrandarar í hinum ýmsu fjölmiðlum, Séð og heyrt og Fréttablaðið birta þá oft og meira að segja hér á Huga.is eru oft á tíðum birtir brandarar sem eru niðurlægjandi fyrir fólk með ljóst hár (aðallega konur). Þetta er einn af þeim fordómum sem væri gott fyrir samfélagið að losna við en fáir hafa gefið gaum að þessu. Það er mikið í umræðunum að það á ekki að vera með fordóma gegn hommum og lesbíum, nýbúum og fleirum en það er aldrei talað um fordóma gegn ljóshærðum. En þrátt fyrir afskiptaleysið eru þeir fordómar jafn slæmir og t.d. fordómar gegn lituðum. Tökum dæmi:
,,Hvers vegna dó heilafruman í ljóskunni?” ,,Af því að hún var alein í höfðinu og varð svo einmana” Þennan brandara hef ég oft heyrt. En ef einhver segði hann svona:
,,Hvers vegna dó heilafruman í svertingjanum?” ,,Hún var alein í höfðinu og varð svo einmana” Hver er munurinn? Jú, ef einhver segir ljóskubrandarann þá er hann bara fyndinn, en ef svertingjabrandarinn er sagður, þá er maður orðinn svaka rasisti. Auðvitað ætti hvorug tegundin að leyfast. Ég hef alltaf verið ljóshærð og ég hef þurft að heyra ýmsar athugasemdir í skóla: ,,Þú ert svo gáfuð, Hildur. Afhverju litarðu ekki á þér hárið. Flestar ljóskur eru svo heimskar!” ,,Það er svo skrýtið að þú skulir fá svona góðar einkunnir. Þú ert ljóshærð!” Þetta var sagt við mig þegar ég var í 5.-6. bekk. Er eðlilegt að 11 ára krakkar séu með svona hrikalega fordóma? Læra þau þetta heima hjá sér? Ljóshært fólk fær stundum lægri laun en dökkhærðir og ljóshærðar konur eru oft taldar mun lauslátari en aðrar. Var ekki fyrir skömmu verið að niðurlægja hina týpísku íslensku ljóshærðu flugfreyju í Sopranos þáttunum? Hún var bara gerð að dræsu! Til hamingju með þetta afrek Bosnía, og nú skora ég á umsjónarmann brandaranna hér á huga og íslensku ríkisstjórnina einnig að banna fordóma í fjölmiðlum.
Kveðja Hibi