Verða menn alltaf menn? Hávaxinn lífvera, með grænt hörund gengur í gegnum borgina og heilsar manni gangandi eftir gangstéttini. Maðurinn heyrir ekki í honum enda er græna lífveran með margfalt betri sjón og sá manninn í 600 metra fjarlægð og maðurinn skeytir ekki um grænu lífveruna því hún einfaldlega heyrir ekki í honum úr þessari fjarlægð. Græna lífveran hleypur af stað og er kominn upp að manninum á skot stundu, hann getur nefnilega hlaupið mjög hratt. Græna lífverana heilsar manninum aftur og getur gert sig skiljanlegan fyrir manninum, þeir tala sama tungumál, græna lífveran er líka gædd vitsmunum einsog maðurinn og gæti jafnvel verið gáfaðari ef eitthvað er…

Þessi littla saga var smá upphitun fyrir það sem ég vildi kynna fyrir ykkur, mín littla pæling. Já, ef apinn gæti þróast í mann, þá getur maðurinn eflaust þróast í eitthvað mun mikilfenglegra. Ég gæti ýmindað mér framtíð þar sem þróuninn tekur stökk og maðurinn breytist ( til hins betra :). Ný tegund lítur dagsins ljós, eftir margar stökkbreytingar og aðlögun af umhverfinu hefur maðurinn nú breyst stórlega, hann er ekki maður lengur. Hugsanlega gætum við ýmindað okkur græna kallinn í söguni sem geimveru en kannski gæti hann verið ný tegund sem gengur um jörðina einsog menn, hann er viti borinn og öll skilningarvit og skynfæri eru þróaðari. Leit náttúrunar að fullkomnun er ekki náð, en smá skref hefur verið tekið.

Getur þú ýmindað þér heim þar sem menn og aðrar vitsmunaverur lifa saman ?
Hefuru einhvertíman pælt í þessu ?
Hvernig verða menn eftir þúsund ár ?
“In the struggle for survival, the fittest win out at the expense of their rivals because they succeed in adapting themselves best to their environment.”
Charles Darwin (1809 - 1882), The Origin of Species 1859
Munu menn einsog við þekkjum þá lifa ásamt hinni nýju tegund?

Þessi grein er stutt og skýrir kannski ekki alla pælinguna mína, þið ættuð kannski að pæla sjálf :). En þar sem enginn hafði skrifað neitt svipað ( svo ég viti til ), þá áhvað ég að vekja upp nokkrar spurningar.