“We can´t renew our country unless more of us - I mean all of us - are willing to join churches” - Bill Clinton

Fyrir nokkrum árum var gerð könnun í Bretlandi sem var að bera saman þjóðfélög eftir trúarsannfæringu, í þessari könnun voru Bandaríkin út af kortinu miðað við hin ræiki í vestræna heimi. Sem er áhugavert, en Bandaríkin eru mjög bókstafstrúað þjóðfélag, og á margt sameiginlegt með löndum eins Íran hvað þetta varðar. T.d. dæmis trúir 75% þjóðarinnar bókstaflega á djöfulinn og helvíti. Fyrir nokkrum árum var gerð könnun þar sem fólk var spurt um álit á því hvernig mannskepnan kom til, þeir sem trúðu kenningum Darwins voru undir 10%, tæpur helmingur aðspurðra trúðu kenningum kirkjunar um Adam og Evu.
(Sú fjölskylda hefði verið orðin úrkynja í þriðja ættlið þannig að mannkynið væri löngu útdautt, bara mín skoðun, en Bandaríkjamenn líkt og aðalsmenn í Evrópu á miðöldum finnst ekkert athugavert að giftast frændsystkynum sínum :D) Smá úturdúr.

Walter Dean frægur Bandarískur stjórnmálafræðingur lýsti yfir áhyggjum sínum í grein sem birtist í Der spiegel fyrir nokkrum árum á þessu ástandi. Hann vildi meina að þetta væri afleiðing þess að borgurunum finnist þeir hafi minni og minni áhrif á líf sitt, að fólk sem getur ekki haft áhrif á umhverfi sitt leiti frekar til trúarbragða. Maður getur séð þetta gerast í öðrum löndum þar sem kúgun er hluti af daglegu lífi þar verður bókstafstrú vinsælli og vinsælli. Þeir sem eru við stjórnvölinn eru nokkuð sáttir við þessa þróun eins og sést á tilvitnuninni hér að ofan , því ef fólk tileinkar sér áhugamál utan stjórnmála, geta valdhafar hagað sér eins og þeir vilja. Þegnarnir eru of uppteknir við að eltast við þóknun guðs til að vera að spá í hver er við völd. Enda voru ekki nema 40% Bandaríkjamanna sem kusu í síðustu forsetakosningum.
“What is hell, if you cannot dream of heaven?” -Sandman