Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

teknique
teknique Notandi frá fornöld 39 ára karlmaður
86 stig

Re: Turbospurning

í Bílar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
7.5-8.5 er standardinn á vélum sem eru með turbo frá verksmiðju. Impreza er með 8.0, eclipse er með 8.0 minnir mig. Ferrari hafa verið með 7.5. Menn fara oft í 8.5, en ég myndi ekki fara hærra en það með high-boost kerfi, nema keyra á racing bensíni. Er sjálfur með áætlaða þjöppu 8.1.<br><br>– <a href="http://foo.is">foo</a

Re: kvartmílubíll

í Bílar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Hérna er þokkalegur 12 sekúndna bíll: <a href="http://foo.is/~baldur/megamini.mpeg">http://foo.is/~baldur/megamini.mpeg</a><br><br>– <a href="http://foo.is">foo</a

Re: Sumt er óþarflega flókið!!

í Bílar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Vinur minn á Eclipse, það fór hjá honum viftureim. Ég á í vandræðum með að skilja hvernig þessari reim hefur verið komið fyrir upphaflega. Annaðhvort hefur það verið gert með vélina á standi fyrir framan bílinn eða að það þarf að gera það neðan frá.

Re: kvartmílubíll

í Bílar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ég get sagt þér eitt, með 350 geturðu ekki látið þig dreyma um þá tíma sem þeir eru að ná í 4 cyl flokkum úti ;) <br><br>– <a href="http://foo.is">foo</a

Re: Turbospurning

í Bílar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Já… Þú verður að lækka þjöppuna einhvernveginn til þess að geta blásið meira en 4-6psi. Verður alltaf að passa að vélin fái nóg bensín undir boosti, þar er air/fuel mælir æskilegur. Það er líka æskilegt að seinka kveikjunni aðeins. Auðvitað er gott að hækka olíuþrýstinginn aðeins, bæta við olíukæli, setja stærri vatnskassa og svona. Þrykktir stimplar þykja góðir en misauðvelt að fá svoleiðis eftir bíltegundum. Einnig er æskilegt að losa sig við original vélartölvu og setja aftermarket tölvu,...

Re: turbo Hondur

í Bílar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ekki endilega í low boost application.<br><br>– <a href="http://foo.is">foo</a

Re: fordómar gegn rx-7!! why?

í Bílar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Jú það er alveg rétt, engar verulega tjúnaðar imprezur endast 100 þúsund á sama mótornum.<br><br>– <a href="http://foo.is">foo</a

Re: fordómar gegn rx-7!! why?

í Bílar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Helsti gallinn við þessar vélar er hvað nýtnin er hrikalega léleg sökum lágrar þjöppu, og eyðslan eftir því. En ég hugsa að algengasta ástæðan fyrir fordómum og bilunum sé vanþekking. Til dæmis vita ekki margir að þessar vélar eiga að brenna olíu, og ef þær brenna ekki olíu þá er bilað í þeim olíukerfið og pakkningarnar fara fljótlega. Það er dælt smá olíu inn á rotorana til þess að smyrja pakkningarnar.<br><br>– <a href="http://foo.is">foo</a

Re: þetta hefur komið áður er ég nokkuð viss um

í Bílar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Nei það eru margir bílar með turbo og engan intercooler. Til dæmis er Landcruiser 90 ekkert með intercooler frá verksmiðju.<br><br>– <a href="http://foo.is">foo</a

Re: Hestöfl

í Bílar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
HAhahahaha ;) Verður líka að fá þér límmiða sem á stendur eitthvað “sport” eða “racing”. <br><br>– <a href="http://foo.is">foo</a

Re: Nýju Celicurnar

í Bílar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Það þarf að vera eitthvað að til þess að bíll komist ekki í gegnum mengunarmælingu hér á Íslandi ;) Þú ert að hugsa um bandaríkin frekar. Á Íslandi er ekkert fylgst með mengunarvarnabúnaðinu, þeir í skoðuninni mæla CO innihaldið og fella þig bara ef þú ert með alveg svakalega hátt CO innihald (Sem þýðir að vélin er verulega vanstillt, ekki mikil hætta á þessu með beina innspýtingu)<br><br>– <a href="http://foo.is">foo</a

Re: Daewoo Lanos

í Bílar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Örbylgjuofnar, sjónvörp, skurðgröfur, geimskutlur, skriðdrekar og sjálfvirkir rifflar. Þetta fyrirtæki þarna í kóreu framleiðir allan andskotann<br><br>– <a href="http://foo.is">foo</a

Re: turbo Hondur

í Bílar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Sleppur líklega við að lækka þjöppuna, og ef hún er með knock sensor þá ætti kveikjan að seinka sér sjálf ef þess þarf. Ég myndi hafa bara í huga innspýtinguna, byrja á því að fá mér air/fuel mæli sem segir þér blönduna, og þar með hvort það vantar meira bensín. Til þess að redda meira bensíni er einfaldast að fá sér einhverja piggy-back tölvu, og ef original spíssarnir eru ekki nógu stórir þá virkar ágætlega að bæta bara við einum auka í rörið á undan throttle boddyinu, og láta blása upp í...

Re: Daewoo Lanos

í Bílar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ertu partasala eða hvað drengur?<br><br>– <a href="http://foo.is">foo</a

Re: Smá könnun :)

í Bílar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Lotus Esprit, sama hvaða týpa.<br><br>– <a href="http://foo.is">foo</a

Re: Hestöfl

í Bílar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
F1 bílar snúast more like 20 þúsund rpm ;) Hvernig öðruvísi heldurðu að hægt sé að fá 800 hestöfl úr 3 lítra N/A vél? Þeir voru einusinni með 1.5 lítra vélar og túrbínu, en þóttu of kraftmiklir, þá var túrbínan bönnuð og slagrými aukið um helming. Enginn bíll er jafn kraftmikill í dag og þeir voru allir með turbo. 1.5 lítra vélarnar voru langt yfir 1000 hestöflum og hefur í dag ekki enn tekist að bæta tíma í sumum brautum þrátt fyrir tækniframfarir. Það er einfaldlega ekkert til sem heitir...

Re: hmmmm

í Linux fyrir 21 árum, 2 mánuðum
DirectX hefur alltaf verið þekkt fyrir að vera slow.

Re: aðeins annað þó um 1400cc civic

í Bílar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Æ þetta var á sölusíðunni.<br><br>– <a href="http://foo.is">foo</a

Re: Hestöfl

í Bílar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Djöfull myndi ég aldrei fjarlægja rpm útsláttinn úr bíl, þetta er alveg massagott að hafa til dæmis þegar maður spólar af stað, hittir ekki í gír og svo framvegis, þetta líka neyðir mann til þess að skipta á réttum tíma en ekki freistast til að skipta aðeins seinna. Besides, vélar græða ekkert á því að snúast yfir rauða strikið, þær eru löngu búnar að missa allt torque þegar þangað kemur.<br><br>– <a href="http://foo.is">foo</a

Re: Alfa Romeo 156

í Bílar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Bilanatíðnin í þessum bílum er alveg hreint ÓGEÐSLEG og umboðið eitt versta sinnar tegundar á landinu. Þekki einn sem á Alfaromeo, 2000 módel. Það þurfti að skipta um olíudælu í honum um daginn, af öllum hlutum.<br><br>– <a href="http://foo.is">foo</a

Re: Fullkominn Elise?

í Bílar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Þar bara verð ég að vera ósammála ;)<br><br>– <a href="http://foo.is">foo</a

Re: aðeins annað þó um 1400cc civic

í Bílar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Þessi var 2000 módel, kom hvergi fram neitt vti/vtec. Og já, vti dótið breikkar togkúrfu vélarinnar þannig að hún getur snúist hraðar með sama torque. Gallinn við þau hestöfl er að þetta torque skilar þér engum hestöflum fyrr en á 7000-8000rpm, sem þýðir að þú þarft að hafa mjög lág drifhlutföll, stutt á milli gíra og marga gíra til þess að koma þessum hestöflum út í götuna í spyrnu. Ég bara get ekki beðið eftir að einhver bílaframleiðandinn losi sig við kambásinn og komi með tölvustýrða...

Re: Er þetta ekki bara dautt??

í Bílar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Auðvitað á þessu korkur heima á tölvuleikjaáhugamálunum, ekki hérna.<br><br>– <a href="http://foo.is">foo</a

Re: ein þrettánhundruð tík

í Bílar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Þú ættir að kíkja á <a href="http://pub83.ezboard.com/bteamswift">http://pub83.ezboard.com/bteamswift</a> Þar eru hellingur af Swift GTi eigendum, enda korkur tileinkaður Swift GTi… Ég stunda forced induction korkinn, þótt ekki eigi ég Swift þá er ég með sömu block og er í swift.<br><br>– <a href="http://foo.is">foo</a

Re: cardomain.com

í Bílar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Mjög, mjög algengt að bílar heiti eitthvað allt annað útí bandaríkjunum.<br><br>– <a href="http://foo.is">foo</a
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok