ég hef verið að velta þessu fyrir mér, en það virðast allir vera á móti rx-7. þetta kemur fyrir við og við bæði á huga, live2cruize og ýmsum öðrum bílavefum. setningar eins og til dæmis “mótorinn hrynur áður en hann kemst í 80 þús km”, “þetta er bara 1300 mótor” “þú þarft að eiga bíl fyrir hvern dag vikunnar, þeir eru svo fljótir að bræða úr sér” “hann hrynur eftir eina spyrnu” “wankel, hvað er það?” “þú veist að hann hrynur eftir 80000 km” eru oft viðloðandi… ég hef ekkert á móti imprezu, en ég veit ekki betur(takið eftir “veit ekki betur”) en að mótorarnir í turbo imprezunum séu að hrynja í kringum 100þús km…, er það rétt? ég á sjálfur rx-7 og sé ekki betur en mótorinn í bílnum mínum hafi bilað í 140þús km, og nánar, hann er orðinn óþéttur á aftari rótornum, 25þús kall kostar sú viðgerð! þetta er non turbo og á að skila 160hp, turboinn á að skila 250hp, og ekkert mál er að koma þessum bílum upp í 3-400 hp.! 1300 mótorinn er semsagt að skila alveg ótrúlegu afli…! 3gen bíllinn, framleiddur 93-97, tubo útgáfa, single turbo er rétt 4,9 sek 0-100, og R1 útgáfan, sem er um 300 hp, skilar sér meira segja betur áfram…svo endilega hugsið ykkur um tvisvar, jafnvel þrisvar áður en þið farið að rakka bílana niður…endilega gefið einhver comment á þetta hjá mér=) ætla að koma með sögu rexanna einhverntímann á næstunni =)
_________________________________________________