Sælir hugarar

Ég er að vinna á réttinga og sprautuv. og þar kynnist maður eins og gefur að skilja öllu varðandi bíla.
Það er hreint ótrúlegt að sjá muninn á bílaframleiðendum, til dæmis bara það einfalda verk að rífa hurðarhúninn af fyrir sprautun(eitthvað sem maður gerir að minnsta kost daglega)
Það er yfirleitt lítið mál og tekur örfáar mín að gera nema þegar um er að ræða Fiat, Alfa, renault, og svona viðbjóður sem ekki er framleiddur í japan. Þessi vinna hefur kennt manni að svona bílar og bara almennt um alla bíla sem framleiddir eru á ítalíu, frakklandi, spáni og svona löndum, að maður hugsar ojj aldrei myndi ég fá mér svona bíl. En svo ég klári nú dæmið um hurðarhúninn þá var ég að rífa hún af FIAT PUNTO í dag og þegar því var lokið voru 23 skrúfur í dollunni og ég þurfti að nota 5 mismunandi verkfæri, 2stk skrúfjárn(flatt og stjarna) 1 stk sexkant 2stk torx(tvær stærðir) og 10mm topp og skrall. Þetta er fáránlegt.
Sambærilegur bíll frá japan myndi skilja eftir 3-8 skrúfur í dollunni og einu verkfærin sem þú þyrftir væri stjörnuskúfjárn og sennilega 10mm toppur og skrall. Þetta er bara lítið dæmi um mun á þessum löndum í hönnun á bílum, hvort er betra eða verra verðið þið að dæma sjálf en sjálfur held ég að það liggi í augum uppi.
Svo með varahluti í bíla, maður sér oft hvað bodyhlutirnir eru illa smíðaðir í þessa bíla, bilin eru ekki rétt(þá er ég að tala um bil milli húdds og brettis, milli afturbrettis og hurðar og svo framvegis) ekki einu sinni orginal á bílnum þegar hann kemur útaf færibandinu. Og þegar varahlutir(orginal) eru keyptir þá passa þeir stundum frekar illa á. Þessu lendir maður yfirleitt ekki í með japanan(og auðvitað ekki með bmw og aðra lúxusbíla og þannig) nema að maður kaupi tawian-hluti eða svoleiðis. En eg geri mér grein fyrir því að meðalfólk er kannski ekki að spá í hvað maður sé lengi að rífa hurðarhúninn af bílunum sem það er að fara að kaupa en þessi dæmi segja samt margt um hversu óþarflega flókið þetta er hjá þessum bílaframleiðendum og því flóknari sem drasl er því bilar það meira(yfirleitt)
Ég gæti talið upp endalausa kosti og galla milli bílategunda, en þetta er nóg í bili….

zimmmmmmmmmmi…….