Daginn

Ég var að spá hvort hér væru einhverjir sem hefðu einhverja reynslu eða þekkingu á að breyta nýju Celicunum, þ.e.a.s. '00 og nýrri. Sjálfur á ég svona bíl og er að standa í smá breytingum, bæði útlitslegum sem og afkastalega séð. Nú hefur maður heyrt að það sé alveg hyper-ofvirkt mengunarvarnakerfi í þessum bílum og að það sé nánast ómögulegt að fikta í neinu án þess að tölvan fari í hina verstu fílu. Ég ætla að kaupa mér nýja tölvu í elskuna sem leysir þetta vandamál með mengunarvarnirnar, og ætla þá að taka pústkerfið í gegn og kaupa pipercross cold air intake.

Gaman væri að heyra frá öllum þeim sem vita eitthvað um þessar bölvuðu mengunarvarnir, og í raun öllum sem eitthvað hafa um þetta að segja.<br><br>————————————
Húrra fyrir mér, ég er æðislegur.