Var að sjá á live2cruize.com einhverja 1400 hondudruslu. Eigandinn giskaði á að bíllinn væri 130 hestöfl. Sko, þessir bílar eru 90 hestöfl max. Hvernig dettur mönnum svona tölur í hug? Taka þeir original tölu, og bæta við 10 hestöflum fyrir hverja einustu minniháttar breytingu sem þeir gera? 10 fyrir loftsíuna, 10 fyrir flækjurnar, 10 fyrir opna pústkerfið með 4“ púststútnum, og svo 10 fyrir brand name kerti?
90 + 40 = 130. Þetta er alveg út í hött að menn láti sig dreyma um 45% aflaukningu með því að skipta um pústkerfi, loftsíu og kveikju. Telst heppinn ef þú nærð 5-10 auka hestöflum samtals með þessum breytingum, allt beyond that krefst meira rúmtaks eða volumetric efficiency hærra en 100% á sama snúningssviði (turbo, blower, nítró… eitthvað sem neyðir súrefni inn á vélina) eða færa togsviðið nokkur þúsund rpm upp á skalanum, sem er ekki gerlegt undir nokkrum kringumstæðum nema að endurhanna vélina alla með tilliti til bæði snúningshraða og flæðishraða við þær aðstæður.

Ég vil bara að menn átti sig á því að þeir græða engan verulegan kraftmun með einhverjum hyped loftsíum og háværum púströrum. Auk þess sem að 4 cylendra prumphljóð er ekki gaman að hlusta á til lengri tíma.<br><br>–
<a href=”http://foo.is">foo</a