Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í kvöld að hann hefði engar upplýsingar fengið um að Bandaríkin áformuðu að gera loftárás á höfuðstöðvar arabísku sjónvarpsstöðvarinnar Al-Jazeera í Katar. Breska blaðið Daily Mirror sagðist í síðustu viku hafa fengið upplýsingar um minnisblað um fund þeirra Blairs og George W. Bush, Bandaríkjaforseta, í apríl 2004 þar sem Bush hafi rætt um áform um að ráðast á sjónvarpsstöðina. Blaðið sagði, að Blair hefði ráðlagt Bush að falla frá þessum...