Réttindi samkynhneigðra Það er nú bara þannig að ég er í Heimspeki í skólanum og átti að halda stutta “ræðu” um réttindi samkynhneigðra, afhverju það ætti að leyfa samkynhneigðum að giftast og ætleiða börn.
Um þessar mundir er líka verið að leggja fram frumvarp eða eitthvað álíka, þar sem er verið að reyna að leyfa ættleiðingar samkynhneigðra ( er ég ekki örugglega að fara með þetta rétt? ). Allavegana er þetta allt og sumt sem ég veit var ekki mikið að pæla í því, en mér datt svo í hug að senda inn “ræðuna/ritgerðina” mína eða hvað sem ég á að kalla þetta hingað.
Bara svona upp á gamanið!
Vona að þið munið njóta ^-^


Er rétt að veita samkynhneigðum sömu réttindi og öðrum, t.d. varðandi ættleiðingar barna og giftingar?

Mín skoðun er sú að það ætti að leifa samkynhneigðum að ættleiða börn. Afhverju spyrjið þið? Ástæðan er einföld.
Samkynhneigðir eru ekkert minna fólk en aðrir. Afhverju ætti að banna samkynhneigðum að ættleiða börn eitthvað frekar en gagnkynhneigðum?
Hvað með tvíkynhneigða? Á þá líka að banna þeim það? Segjum sem svo að tvíkynhneigð kona væri gift manni og þau myndu ættleiða barn, síðan seinna meir myndi konan fara og vera með annari konu, þá í sambúð eða giftar ef það væri búið að leifa það. Ætti þá bara að taka barnið af henni?
Ég vil trúa því að þetta sé að stórum hluta kirkjunni að kenna. Afhverju?
Tökum sem dæmi Afríku, ég gæti allveg trúað að eyðni myndi stórminka í Afríku ef að smokkar yrðu leifðir þar. Afhverju eru þeir ekki leifðir? Því að kirkjan bannar það.
Kirkjan er á móti samkynhneigðum, hjónabandi samkynhneigðra og samkynhneigðum yfir höfuð, kirkjan er á móti smokkum og örugglega kynlífi fyrir hjónaband líka, og allskonar kjaftæði, en ég er ekkert mikið að kynna mér það og ég ætla ekki að fara útí einhvern áróður gegn kirkjunni akkúrat núna. Við gætum þá þessvegna farið betur í það seinna. Ég efa ekki að samkynhneigðir myndu elska börnin sín allveg jafn mikið, vernda börnin sín allveg jafn mikið og hugsa allveg jafn vel um börnin sín og gagnkynhneigðir. Þetta eru ekkert nema fordómar og fáfræði að leyfa samkynhneigðum ekki að ættleiða börn.
Og hvað með giftingarnar? Geta samkynheigðir ekki elskað allveg eins og gagnkynhneigðir? Kannski kristinn maður sem langar til að giftast manninum sem hann elskar í kirkju. Hafa almennilega brúðkaupsathöfn og allt tilheyrandi, en hann veit að hann getur ekki gifst manninum sem hann elskar! Hugsið ykkur bara ójafnréttið. Það að sumir þurfi að lifa við það að vita að þeir geti aldrei gifst þeim sem þeir elska. Hvernig myndi þér líða ef þú myndir ekki þrá neitt heitar en risastórt brúðkaup með 700 gestum og rosa veislu eftir á, en þú bara gætir ekki fengið það því þú mættir ekki giftast þeim sem þú elskaðir?
Hvernig ætli öllum fótboltamömmunum sem elska þetta húsmóðurstarf sitt mjög svo mikið myndi líða ef þær mættu síðan ekki eignast börn og stofnað góða fjölskyldu?
Samkynhneigðir ættu að hafa sömu réttindi og gagnkynhneigðir. Samkynhneigðir eiga líka að eiga rétt á því að geta lifað því lífi sem þeim langar að lifa. Giftir eða ógiftir, barnlausir eða með heilan her af litlum kiðlingum í kringum sig, þeir eiga það ekkert minna skilið en aðrir. Ég held að fólk þurfi svona aðeins að reyna að setja sjálfa sig í spor þeirra og hugsa sig síðan tvisvar um.