Jack Nicholson John Joseph Nicholson fæddist 22. apríl árið 1937, í Neptune, New Jersey. Hann var yfirgefinn af föður sínum áður en hann fæddist, og var alinn upp í þeirri trú að amma hans væri móðir hans, og að móðir hans væri systir hans. Hann komst ekki að sannleikanum fyrr en hann var 37 ára, þegar blaðamaður hjá Time Magazine skrifaði grein um hann, og svipti hulunni af sannleikanum.
Hann gifist Söndru Knight 17. júní árið 1962, en skildi við hana í ágúst árið 1968. Hann átti í sautján ára ástarsambandi við Anjelicu Huston, sem endaði eftir að hann tók hliðarskref, og barnaði Rebeccu Broussard. Hann á með henni tvö börn. Þau Lorraine og Raymond Nicholson. Hann á líka önnur þrjú börn úr fyrri samböndum; Jennifer Nicholson (með Söndru Knight), Caleb Nicholson (með Susan Anspanch) og Honey Hollman (með Winnie Hollman).
——-

Nicholson fékk sitt fyrsta hlutverk árið 1958, í myninni “Cry Baby Killer”. Í nokkur ár eftir það lék hann ýmis lítil hlutverk. Hann lék geðbilaðan sjúkling tannlæknis í myndinni “Litle Shop” árið 1963 og lék hálfvita-son Peters Lorre í “The Raven”. Sama ár var hann fysrt kreditaður fyrir handritum, sem aðstoðar-handritsskrifari í frekar óþekktu myndinni “Thunder Island”. Nicholson lék áfyllingar þjónustumann sem hét “Poet” í myndinni “Hell's Angels on Wheels” (1967), rokkara með tagl í myndinni “Psych-Out” og skrifaði handritið fyrir “The Trip”, co-producer-aði (með Bob Fafelson) og kom stuttlega fram í myndinni “Head” (allt árið 1968).

Að koma í staðinn fyrir leikarann Rip Torn á síðustu stundu í “Easy Rider” breyti lífi hans. Óvænti árangur þeirrar myndar breytti Jack Nicholson í demi-stjörnu, og hann fékk Óskarsverðlaunatilnefningu. Hlutverk Nicholsons í mynd Vincent Minelli, “On a clear day you can see Forever” (1970) var skorið niður í ekki neitt, en hans frábæri leikur í “ Five Easy Pieces” (líka árið 1970) færði honum aðra Óskars tilnefningu. Leikur hans í “Carnal Knowledge” (1971) staðfesti orðstír hans sem stjarna nýrrar kynslóðar. Svo skrifaði hann, co-producer-aði og leikstýrði hinni X-rated coming-of-age drama “Drive, He Said” (1972).

Nicholson hitti beint á strenginn með aðalhlutverkum í “The Last Detail” (1973, fékk einnig aðra Óskarsverðlauna tilnefningu), “Chinatown” (1974, fékk enn aðra Óskarsverðlauna tilnefningu) og “One Flew Over the Cuckoo's Nest” (1975, fékk Óskarsverðlaun fyrir leik sinn). Í Academy Award-ræðunni sinni þakkaði hann kvikmyndaframleiðandanum, Mary Pickford fyrir að vera fyrsti leikarinn í myndum hennar til að fá prósentu af ágóða myndarinnar.

Núna, orðinn heimsfrægur, tók Nicholson áhættu sem fáir aðrir hefðu vogað sér að taka; fór frá Hollywood til að vinna fyrir Michaelangelo Antonioni í myndinni “The Passenger” og lék söng-hlutverk í myndinni “Tommy” (allt árið 1975).

Hann var óvæntlega góður þegar hann lék Eugene O'Neill í myndinni “Red” árið 1981 (hann fékk Óskarsverðlauna tilnefningu), og heillandi sem Garrett Breedlove í “Terms of Endearment” og til að staðfesta það fékk hann Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni.

“When I read the part, I knew I'd win the Oscar for it.”-Jack Nicholson um Terms of Endearment (1983).
——

John Huston sýndi Nicholson frábæra leikstjórn, þegar hann lék mafíósann Charley Partanna í “Prizzi's Honor” árið 1985. Kathleen Turner og fyrrverandi ástkona hans, Anjelica Huston léku líka í myndinni. Nicholson fékk Óskarsverðlauna tilnefningu, en Huston fékk Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni. Myndin sjálf fékk átta Óskarsverðlaun.

Hann var stórkostlegur sem Satan í nútímalegu formi í myndinni “The Witches of Eastwick” sem leyfði honum að sleppa sér í brjálæðislegri fyndni, og lék síðan hryggbrjótandi mann í myndinni “Ironweed” sem færði honum Óskarsverðlauna tilnefningu (bæði árið 1987).

Árið 1990 áttaði hann sig á sínum langtíma-metnaði fyrir að leikstýra “Chinatown” og leika í “The Two Jakes”, sem reyndar olli áhorfendum vonbrigðum.

Eftir smáhlé lék hann í þremur myndum; “Man Trouble”, stórsmellinum “A Few Good Men” (sem færði honum aðra Óskarsverðlauna tilnefningu) og hinni metnaðarfullu mynd “Hoffa”, hann lék í ölum þessum myndum árið 1992.

Hann vann svo aftur með leikstjóranum, Mike Nichols, til að leika í einhverju allt öðruvísi. Það var myndin “Wolf” (1994).

Árið 1994 fékk hann American Film Institute Life Achievement Award verðlaunin fyrir einstaka leiklistarhæfileika hans og fyrir að geta haldið sér svona vel í kvikmyndaiðnaðinum. Næsta mynd hans var “The Crossing Guard”.

Árið 1997 lék hann, ásamt Helen Hunt, í myndinni “As Good as it Gets”, og fékk Óskarsverðlaun fyrir það (Helen Hunt fékk líka Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni). Hann tileinkaði þeim Óskarsverðlaunum til J.T. Walsh (einn af meðleikurum sínum í “A Few Good Men”), sem lést rétt fyrir The Academy Awards árið 1998.

Hann flaug til Kúbu og hitti Fidel Castro, í júní árið 1998. Meðan hann var þar hitti hann líka leiðtoga kúbverska kvikmyndaiðnaðarins, fór á marga kúbverskaveitingastaði og jazz klúbba, og heimsótti fræga vindlaverksmiðju. Hann fór mjög heillaður af landinu og kommúnista-leiðtoga þess,s em hann lýsir sem “snillingi”, þótt að hafi verið komið fram við hann með gæðum sem eru ekki í boði fyrir aðra kúbverska ríkisborgara.

Síðustu myndir sem hann hefur verið kreditaður fyrir eru “The Pledge” (2001), “About Schmidt” (2002), “Anger Management” (2003) og “Something's Gotta Give” (2003).