alveg sammála þér, ef maður hefur áhuga á tölvum þá er maður tölvunörd. Það er semsagt bara hægt að vera nörd í tölvum, ekki neinu öðru. Einn strákur sagði við mig að hann væri “bíla-stuff”, hann hefur þá áhuga á bílum, ég sagði bara að hann væri þá bara bílanörd (til að jafna metin) en hann sagðist bara vera bílastuffari. Mér leiðist þessi tölvunörd stimpill, ég er ekkert einokaður, næpuhvítur tölvukall sem hugsar ekki um neitt annað en tölvuna.