Mel Gibson Mel Columcille Gerard Gibson fæddist þann 3. Janúar árið 1956 Peeskill í New York fylki í bandaríkjunum. Hann flutist síðan til South Wales í Ástralíu og var þar í háskóla. Hann byrjaði ferill sinn á stórmyndinni Mad Max, sem voru gerð nokkur framhöld af. Hann sló svo þokkalega í gegn í Lethal Weapon myndunum. Nýjasta myndin hans heitir We were soldiers og er leikstýrð af Randall Wallace, manninum sem skrifaði Braveheart (sem Gibson leykstýrði og lék aðalhlutverkið) og er um hermenn í Víetnam stríðinu.

Mel Gibson hefur leikið í tveimur “föðurlandsmyndum” ein þeirra er Braveheart og hin heitir The Patriot. Að mínu mati er Braveheart betri enda leikstýrði Gibson henni og fékk óskarinn fyrir bestu leikstjórn. Þetta er ekki eina myndin sem hann leikstýrir heldur leikstýrði hann mynd sem heitir The Man without face sem að mínu mati var góð.

Já Mel Gibson er næstuppáhalds leikari minn eftir Harrison Ford sem ég gerði grein um fyrir stuttu. Besta myndin með honum er Braveheart. Svo má það taka það fram að hann talaði fyrir Rocky í Chikcen Run.

Kvikmyndaheimurinn væri fátækur án Mel Gibson.

Takk Fyrir

Gullbert