Dude, where's my car? Ég sá Dude, where's my car loksins núna á föstudaginn, ætlaði alltaf á hana í bíó en komst aldrei til þess. Þegar ég byrjaði að horfa á myndina bjóst ég við að þetta væri einhver fyllerísvitleysis mynd sem gerðist nánast að öllu leyti á strippstað, en sú varð sko ekki raunin!

Ævintýrin sem aðalpersónur myndarinnar, Jesse og Chester, lenda í eru ótrúleg. Þegar myndin byrjar muna þeir ekki hvar þeir lögðu bíl Jesse's og hefst þá mikil leit að honum. Í ljós kemur að þeir voru m.a. á strippstað kvöldið áður, en þar fengu þeir 200,000 dollara hjá strippara sem þeir áttu að smygla út, en þeir fóru hins vegar að eyða peningunum og lentu þ.a.l. í ýmsum ævintýrum!

Við vorum þrír félagarnir sem horfðum á þessa mynd saman og við vorum eiginlega í samfelldum krampa allan tíma. En það skal þó taka það fram að þetta er mjög „vitlaus“ mynd en hún er líka mjög góð sem slík(persónulega er ég mjög hrifinn af þannig myndum). Hún kemur manni líka manni mjög á óvart og ég átti alls ekki von á því sem í henni gerðist, sem ég ætla ekki að segja frá hér, vill ekki skemma myndina fyrir neinum!

Á imdb.com styngur einhver uppá því að maður slökkvi á heilanum og njóti þessarar myndarar, og það er nákvæmlega málið.

Myndin er sjúklega fyndin og ég ætla að gefa henni 4 stjörnur af 4 mögulegum!

————-

Leikstjóri: Danny Leiner

Handritshöfundur: Philip Stark

Hlutverkaskipan:

Ashton Kutcher …. Jesse Montgomery III
Seann William Scott …. Chester Greenburg
Jennifer Garner …. Wanda
Marla Sokoloff …. Wilma
Kristy Swanson …. Christie ”Boner" Bowman
David Herman (I) …. Nelson
Hal Sparks …. Zoltan
Charlie O'Connell (I) …. Tommy
John Toles-Bey …. Mr. Pizzacoli

Og fleiri og fleiri og fleiri….

——-

Snilldar mynd sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara!!!


Ps. Hvernig skrifar maður Shibbi, er það bara svona eða var y einhverstaðar?
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _