Í Bretlandi er ákveðið ferli sem á sér stað þegar verið er að banna myndir.
myndin er bönnuð,krakkarnir sjá hana ekki,en vita af morðunum,bardögunum og ofbeldinu í þeim, og þeir sem sjá hana segja vinum sínum að hún hafi verið ógeðsleg(því að þeir hafa séð svo fáar bannaðar myndir og eru ekki vön ofbeldinu).
Hérna á íslandi er þetta annað mál. Myndin er bönnuð,samt fer þunni helgarpabbinn á hana með krakkana,hún er leigð í barnaafmælum þar sem verið er að leika sér í löggu og bófahasar, semsagt flestir krakkar sjá hana.
Svo er fólk að hafa áhyggjur af þessu,hvað krakkarnir séu að alast upp við svo mikið ofbeldi í sjónvarpinu og í bíóunum. Allt þetta ofbeldi hefur öfuga þróun,börnin verða ónæm gegn þessu og hætta að finna til hræðslu þegar þau sjá bannaðar myndir.
En í bretlandi eru 10 ára krakkar ennþá að væla úr hræðslu þegar þau sjá einhvern fá einn á snúðinn.
Ekki það að ég sé að segja að 3 ára krakkar eigi að sjá The patriot,eða svoleiðis myndir og ekki að sýna eigi hiklaust frá píningum þar sem verið er að skinnfletta fólk og þessháttar,heldur er ég að tala um krakka sem eru 9-10 ára að það sé í lagi fyrir þau að sjá blóðdropa renna þegar einhver kýlir hann.
Ég sjálfur er orðinn ónæmur gegn þessu,og var það frá 9 ára aldri,vegna þess hvað ég hef séð örugglega miklu meira af ofbeldi en jafnaldrar mínir út í Bretlandi.
Þetta á líka við önnur hugtök. Sbr. blótsyrði, sem allir eru að reyna að útrýma,með lélegum árángri, og reyna að láta börnin sín ekki heyra þessi orð,þó þau vita að þau eigi eftir að læra þau seinna meir. Og nota þau. Svo hvernsvegna að reyna að láta börnin forðast þessi orð? Ef allir væru að segja “djöfulsins tík geturu verið” og meint þá “kjánaprik” eða eitthvað álíka,þá hætta blótsyrðin að gegna hlutverki sínu.
Og með að banna myndir innan 16 ára,þá er verið að meina 15 ára unglingum að sjá jurassic park,sem á sínum tíma var bönnuð innan 16.Það er alveg út í hött.