Afhverju Dreamweaver? Vá hvað þetta svefnleysi er að gera mig vitlausan :) anyway..

Núna úr því að mjög heit WYSIWYG editora er í gangi ákvað ég að taka af skarið og fjalla aðeins um eitt sem ég hef kynnt mér rosalega mikið, semsé Macromedia Dreamweaver og kosti og galla þess.
Hérna koma nokkrir punktar:

Site management:

Source safe tenging:
Í DW 4.0 kom þessi möguleiki uppá yfirborðið, þarna erum við að ræða um forrit sem kemur frá Microsoft sem heitir Visual Source safe en þetta er nokkurs konar útgáfu stjórnunar forrit (eða í raun er þetta gagnagrunnur) , td segjum að þú ert að vinna í vef og einhver annar en þú klúðraðir kóðanum og ekkert virkar lengur, well not to worry þá er hægt að hoppa til baka í fyrri útgáfu(r) af skránni sem þú ert að vinna í og líka skoðað hvað hefur breyst á milli skráa (hver hefur ekki lent í þessu :) ) en ég ætla ekki að fjalla meira um þetta forrit í bili allavega þá er komin möguleiki fyrir hendi að tengjast Source safe database í gegnum Dreamweaver og “checkað” skrár inn og út eftir þörfum.
Nú eini gallinn sem ég hef séð við þetta eða ég veit ekki hvort ég get kallað það galla, meira svona “lack of options” s.s það vantar hluti eins og “get latest version” og fleiri svoleiðis möguleika en þarna getur þú bara “checkað” skrárnar inn og út.

Webdav: veit ég ekki alveg hvað er en það er einnig er hægt að tengjast því.

FTP: að sjálfögðu er þessi möguleiki fyrir hendi, annars myndi ég nú ekki kalla þetta alvöru forrit.

Check in, Check out: er mjög þægilegur möguleiki þegar margir eru að vinna í sama verkefni, þarna hefur þú bara þitt notanda nafn og síðan “checkar” þú út skránna sem þú ætlar að vinna í og hinn notandinn sem er að vinna með þér í þessu (og er líka að nota Dreamweaver) sér að þú ert að vinna í þessari ákveðni skrá (lítið checkout icon), nú nýtt í útgáfu 4 er sá að núna getur þú sett email adressuna þína inn og ef að hinn aðilinn er td ósáttur við að þú sért að vinna í þessari skrá eða að þú hefur gleymt að “chekca” hana inn þá getur hann smellt á link og sent þér email.
Nú þetta er svipuð pæling og source safe nema að þarna ertu ekki með eins læsta checkout ,s.s notandi getur “override”að checkoutið þitt ef hann vill (að sjálfsögðu er hann varaður við því fyrst).

View:

Split code view: óendanlega þægilegt, maður sér algjörlega hvers konar kóða forritið “gengerate”’ar og því auðveldara að stjórna kóðanum eins og maður vill hafa hann.
Td þá er html kóðinn í efri hlutanum af skjánum og Design view í neðri hlutanum,eða öfugt og að sjálfsögðu líka “resizable”.

Palletur: mjög þægilegar, hægt að draga eina pallettu ofan í aðra og stjórna því þannig hvernig maður vill hafa þær.

Launcher, þar getur maður td sett sínar mest notuðu pallettur og því auðvelt að fela hverja og eina í einu.

Svo er einnig hægt að fela allar pallettur með F4 takkanum líkt og tab gerir í Photoshop.

Syntax higlighting:

Algjörlega stjórnað af notandanum, hægt er að hafa spes lit fyrir hvert einasta tag fyrir sig, einnig hægt að láta allt sem er innan til dæmis <td> vera í sama lit og sjálft <td>. Reyndar eitt sem vantar í þennan möguleika og það er að lita spes fyrir hvert einasta “attritibute” en vonandi verður það í næstu útgáfu.

Extension Manager:
Meðhöndlar extensions sem þú hefur downloadað, installað, fjarlægt eða disable’að hlutina, en fyrir þá sem ekki vita hvað extension er þá eru þetta hlutir sem auðvelda manni lífið við vefsíðugerð, þig vantar kannski form validation í flýti og nennir ekki að skrifa það, þá downloadar þú þeim hlut ef að hann er til og notar hann á auðveldan hátt.
Þetta getur verið allt frá javascript, CSS ja eiginlega bara allt sem tengist þessu.
Síðan geturðu líka skrifað þínar eigin extensions og submittað þeim.

Og svo vil ég líka skjóta inn fyrir þá sem nota Dreamweaver að ég er með svona smá safn af góðum extensions á heimasíðunni minni: <a href="http://www.bodvarsson.com/downloads/dwx/“ target=”_blank">http://www.bodvarsson.com/downloads/dwx/</a>


CSS: það er mjög fínn CSS editor í dw, þarna skrifar maður ekki CSS kóðan sjálfur eins og gefur að skilja í WYSIWYG forriti heldur er bara möguleikarnir fyrir hendi, ég ætla ekki að fara útí details fyrir þetta enda óþarfi að mínu mati.

Code Reference: þetta er nýtt í 4.0, panel sem “providar” upplýsingar um HTML, Javascript og CSS, þú velur það sem þú vilt vita um og þá færðu upplýsingar um hlutinn, mjög gott fyrir byrjendur sérstaklega, síðan sá ég td um daginn þá var hægt að downloada extension fyrir DW þar sem PHP var tekið fyrir.

ASP:
í Dreamweaver Ultradev er hægt að gera vefi í ASP og JSP, semsagt tengjast grunni, búa til recordset osfr, þannig maður þarf í raun ekki að vera með uppsettan webserver á vélinni hjá sér til þess að sjá síðurnar með gögnunum sem eru á gagnagrunninum, ég verð nú að játa að ég hef ekki notað þennan möguleika neitt þar sem að við notum kóðann öðruvísi þar sem ég vinn (ég get ekki útskýrt þetta vegna þess að ég er tiltögulega ný byrjaður að “ASPA”)

Syntax higlighting fyrir ASP er ágæt en ekki fullkominn, ég man nú ekki hvað er ekki higlightað en það er eitthvað.

JSP veit ég ekkert um þannig að ég segi pass þar.

PHP syntax highlight er ekki til staðar, sem er náttúrulega algjör bömmer, en ég er búin að senda Macromedia bréf um þetta á Dreamweaver “wishlist” listann, þannig að vonandi þeir taka mark á þvi.

Ýmislegt:
Javascript debugger: er nýtt í útgáfu 4 en eins og nafnið gefur til kynna er þetta debugger fyrir javascript.

Teikna töflur: núna getur þú auðveldlega teiknað uppá pixel hvernig þú vilt hafa töflurnar, bara býrð til svæði eins og þú sért að teikna “layer” og hún “generate” kóðan og síðan geturðu valið að setja spacer myndir þarna, án þess að myndin sé til og án þess að opna neitt annað forrit.

Í td útgáfu 3 var líka sá möguleiki að breyta layerum í töflur og töflum í layera, þessi möguleiki er líka til staðar í fjarkanum.


Einn galli við Dreamweaver sem ég vil sjá lagaðan í næstu útgáfu er sá að hvert skjal opnast í nýjum glugga, en ég vil fá að sjá þetta eins og er gert í homesite og öðrum forritum, flipar niðri sem hægt er að svissa á milli skráa, svo að taskbarinn fyllist ekki.



Dreamweaver er algjörlega “Customizeable” þú getur td breytt layoutinu á sjálfu forritinu, td glugganum sem birtist þegar þú ert að setja inn töflu, furðulegt en gaman að hafa möguleikan.

Það væri nú gaman ef einhver sem kann mikið á td GoLive, Frontpage, Homesite, interdev ,Ultraedit eða hvaða forrit sem þið notið, fjalla aðeins um það líkt og ég er að gera hérna.


Ef að þið sjáið eitthvað sem er ekki rétt, einfaldlega bendið á það ekki fara að væla útaf því, enginn er fullkominn you know.
Haukur Már Böðvarsson