Ben Stiller er fæddur í New York 30. nóvember 1965. Foreldrar hans eru Jerry Stiller og Anne Meara. Þau er bæði leikarar, Jerry er þekktastur fyrir að leika pabba George í Seinfeld. Mamma hans hefur leikið í fjölda kvikmynda sem ég þekki ekki.

Ben sýndi strax frá unga aldri áhuga á leiklist og kvikmyndagerð og setti oft upp, ásamt systur sinni, Amy Stiller, leikþætti heima hjá sér. Þegar Ben var 10 ára byrjaði hann að leika sér með upptökuvél og búa til myndir.
Áður en Ben byrjaði að leika í kvikmyndum lék hann í leikhúsi og tók þátt í leikriti sem heitir The House of Blue Leaves árið 1987. En ásamt því að leika í þessu leikriti þá gerði hann ásamt vini sínum stuttan grínþátt um mynd Martin Scorsese, The Color of Money þar sem Paul Newman og Tom Crusie fara með aðalhlutverk í. Þessi grínþáttur þótti svo fyndinn að Lorne Michaels framleiðandi Saturday Night Live keypti myndina og sýndi hana í SNL. Þetta tryggði Ben Stiller hlutverk í SNL árið 1989, þar var hann í eitt ár.
Fyrsta kvikmyndin sem Ben Stiller lék í var Empire Of The Sun árið 1987 en henni leikstýrði Steven Spielberg. í henni léku m.a. Christian Bale (American Psycho) og John Malkovich. Ben Stiller fékk svo sinn eigin þátt á MTV, 1992, sem hét einfaldlega The Ben Stiller Show, Ben fékk þar í lið með sér þau Janeane Garofalo og Andy Dick. Þátturinn gekk ekki nógu vel og MTV tók hann af dagskrá sinni. En Fox ákvað að taka þættina til sýninga. Því miður fékk þátturinn ekki góðar viðtökur og tók Fox þáttinn einnig af dagskrá sinni. Þrátt fyrir það fékk Ben Emmy verðlaun fyrir þáttinn. En það var eftir að þátturinn var tekinn af dagskrá. Ben Stiller varð atvinnulaus. Einu hlutverkin sem hann fékk voru gestahlutverk í öðrum þáttum. En Ben náði að setja peninga til hliðar og spara. Hann safnaði nægum peningi til þess að gera kvikmynd. Árið 1994 leikstýrði hann Reality Bites, hann lék einnig í henni. Eftir það fékk hann nokkur hlutverk, misstór og misgóð. En það var í myndum eins og Heavyweights (1995), Happy Gilmore (1996), If Lucy Fell (1996) og Flirting with Disaster (1996). En næsta leikstjórahlutverk Bens var The Cable Guy með Jim Carrey, það var árið 1996. Ben lék einnig hlutverk í myndinni og Janeane Garofalo og Andy Dick eru einnig í smáhlutverkum. Margir gagnrýnendur voru hrifnir af frammistöðu Bens. Það liðu 2 ár þar til að næsta mynd með Ben kom út, en það var Zero Effect þar sem hann leikur ásamt Bill Pullman. Það sama ár kom snilld Farrelly bræðra út, There is Something About Mary, eftir þá mynd fór allt að ganga vel hjá Ben og fékk fullt af hlutverkum, nú vissu allir hver Ben Stiller var. Hans nýjasta mynd heitir Zoolander og má segja að það sé hugarfóstur Bens en hann leikstýrir, leikur aðalhlutverkið, skrifar handritið og er einn af framleiðundum. Zoolander verður frumsýnd í USA 28. september. Árið 2003 er áætlað að út komi mynd með Ben sem mun heita Meet The Fockers, en það er framhald af Meet The Parents, þar sem Ben lék á móti Roberto De Niro. De Niro mun einnig leika í henni.
Ben Stiller hefur einnig gefið út bók, ásamt Janeane Garofalo en hún heitir Feel This Book : An Essential Guide to Self-Empowerment, Spiritual Supremacy, and Sexual Satisfaction og var gefin út 1999.
Ben er ekki mjög launahár miðað við stærstu stjörnunar í Hollywood sem fá um og yfir 20 milljónir dollara en hér eru dæmi um laun Bens:
There Is Something About Mary (1998) $3.000.000
Zoolander (2001) $2.500.000
Meet The Fockers (2003) $10.000.000

Ben er giftur leikkonunni Christine Taylor og eru þau barnslaus. Ben Stiller er 174 cm á hæð. Flestar þessara upplýsinga eru fegnar af imdb.com
kveðja,