Það er satt hjá þér, þótt þetta sé dáldið fáránlegt þetta varúlfadæmi þá hafa komið út ófáar myndir um varúlfa. Ég man sérstaklega vel eftir Wolf með Jack Nicholson og Michelle Pfeiffer, hún var ágæt. Svo var það einhver gömul varúlfamynd sem hélt mér í hláturskasti alla myndina, sá sem lék varúlfinn var svo fáránlegur, einhver maður með hár um allt og labbandi eins og hringjarinn í Notre Dame. Fyndin mynd.