An American Werewolf in London (1981) Leikstjóri: John Landis.
Leikarar: Griffin Dunne, David Naughton…etc.
Special FX: Rick Baker.

Fáar varúlfamyndir ná athygli minni, mér hefur alltaf fundist varúlfar hálf asnarlegir(ég ætti nú reyndar ekki að segja mikið). En þessi hefur alltaf verið í mikklu uppáhaldi hjá mér, síðan ég var lítill hefur eitt atriði í þessari mynd verið fast í mér(draumurinn). Furðulegt hvernig svona asnarlegt plott(varúlfa dæmið) getur orðið að svona góðri mynd.

Jack og David njóta sín ágætlega í bakpokareisu um Bretland og skemmta sér við það að hitta hjátrúarfullt fólkið í sveitinni. Þeir taka ekki mikið mark á viðvörunum fólksins og halda ferð sinni áfram um miðja nótt, leið þeirra upplýst af fullu tungli(ó nei). Brátt læra þeir að sjá eftir því… Úlfagrey ræðst á þá og fyrr en varir þá er David farinn að dreyma ílla og sjá hluti(fyrirboðar kannski?). Eitthvað er að breytast og kemst hann að því að nú er ekki aftur snúið.

Rick Baker fékk m.a. óskarinn fyrir make-upið í myndinni og þarf þá varla að segja meira um það. Tónlistin er ágæt og eru notuð skemmtileg lög frá þessum tíma. Myndin gat af sér eitt framhald sem að var ekki það slæmt, An American Werewolf in Paris er frekar asnarleg á köflum en skemmtileg í heildina þótt að öll dulúðin yfir varúlfunum er horfin.

****