Zoolander (2002) ***

Zoolander er fjölskyldu myndin hans Ben Stillers. Ekki fjölskyldu mynd í sömu merkingu og Disney myndir heldur eru allir nánustu ættingjar hans í myndinni. Ben sjálfur er í aðalhlutverkinu sem Zoolander. Hann er ekki bara fyrir framan myndavélina í næstum hverju einasta atriði heldur leikstýrir hann líka, framleiðir og skrifar handritið með Stuart Cornfeld og Scott Rudin. Faðir hans, Jerry Stiller leikur óheiðarlega umboðsmann Zoolanders, Maury Ballstein. Mamma hans Bens, Anne Meara leikur lítið hlutverk sem mótmælandi, hún hendir tómat í hundinn hans Mugatus og svo er eiginkonan hans Bens, Christine Taylor(Marcia úr The Brady Bunch myndunum) leikur fréttakonuna, Matildu sem hjálpar Zoolander.



Ég verð að viðurkenna það að ég hló oft og mörgu sinnum þegar ég horði á Zoolander. Ég hef alltaf haft gaman af Ben Stiller síðan ég sá hann í Heavyweights árið1995, síðan hefur hann leikið í mörgum grínmyndum sem ég hef haft gaman af ; The Royal Tenenbaums (2001), Meet the Parents (2000), Keeping the Faith (2000), The Cable Guy (1996), Flirting with Disaster (1996), Happy Gilmore (1996) og auðvitað There's Something About Mary (1998) svo náttúrulega hinni óhemjufyndni stuttmynd Mission Improbable (2000) þar sem Ben lék Tom Crooze.

Myndin fjallar um Derek Zoolander sem frægasta karlmannsmódel í heiminum. Hann hefur unnið þrisvar í röð ‘Model of the Year’ verðlaunin og býst við að vinna þau í fjórða sinn en tapar fyrir nýjasta módelinu, Hansel (Owen Wilson). Hansel er ferskur og fjölhæfur og nær þannig að yfirbuga vörumerka svip Zoolanders “Blue Steel”. Í sömu viku og hann tapar fyrir Hansel birtist grein um Derek í blaðinu Times, í henni er talað um hve heimskur hann er. Greinin var skrifuð af Matildu (Christian Taylor) sem að hann hafði leift að fylgja sér eftir, óaðvitandi um hvað greinin yrði. Ekki nóg með það heldur deyja þrír bestu vinir hans í sérkennilegu bensín bað + sígarettu slysi. Zoolander ákveður að hætta sem módel og helga lífi sínu líknarmálum. En umboðsmaður Dereks, Maury (Jerry Stiller) og tísku risinn Mugatu (Will Ferrell) fá hann til að hætta við. Mugatu segist vilja að Zoolander sé aðalmódelið fyrir nýju línuna hans “Derelicte”(flækingur) en það sem honum vantar í raun er einfeldningur sem hann getur heilaþvegið og látið drepa nýja forsetisráðherrann í Maleysíu. Nýi forsetisráðherrann ætlar nefnilega að setja ný barnavermdalög og þá getur Mugatu ekki látið börn vinna ódýrt fyrir hann.

Persónan Zoolander er nokkur ára gömul. Hún kom fyrst fram(að mér skilst) í stuttmynd sem var sýnd á tísku sýningu árið 1996. Ben Stiller er mjög góður sem ofurfyrirsætan og ég hló í hvert skipti sem hann setti upp “blue steel” svipinn eða hina tvo svipi sem hann notaði, þeir voru reyndar allir eins en enginn tók eftir því og þegar Mugatu hélt því fram voru allir voða hissa. Myndin er í raun ekki svo mikil satíra á módelbransann. Það er bara gert grín af augljósustu hlutunum, það er ekkert reynt að grafa neitt djúpt.

Sagan sjálf er í raun ekki nógu mikil til að fylla þessar 85 mínútur sem myndin er og stundum koma frekar þunn atriði en það eru mörg frábær sem koma líka. “Walk-off” einvígið á milli Zoolander og Hansel kepptu í, þar sem David Bowie var dómarinn var ótrúlega fyndið og svo auðvitað breakdans slagsmálin. Myndin er líka svo skemmtilega tekin. Full af litadýrð og poplögum frá níundaáratugnum. Það er líka mikið af þekktum leikurum sem koma fram. Jon Voight leikur pabba Zolanders, Vince Vaughn bróðir hans; Cuba Gooding Jr., Gary Shandling, Natalie Portman, Winona Ryder, David Bowie, Billy Zane og Fabio leika sjálfa sig og svo leikur David Duchovny gamalt handamódel!


sbs : 18.06.2002