Resident Evil (2002) Leikstjóri: Paul Anderson
Leikarar: Milla Jovovich, Michelle Rodriguez, Eric Mabius…etc.
Special FX: Tanja Drewitz.

Jæja, ég man enn daginn sem ég settist niður hjá vini mínum fyrir mörgum árum og hann var kominn með nýjan leik sem kallaðist Resident Evil. Ég leit á coverið og glotti, spurði hann svo hvað í andsk. þetta væri… “Það flottasta í dag”. Þetta var fyrir nokkrum árum þegar Play Station var sem flottust, ég spilaði leikinn og allt í góðu með það og fékk svo áfall núna mörgum árum seinna þegar ég frétti að það ætti að gera mynd eftir leiknum. Ég var himin lifandi þegar ég las að George A. Romero ætti að sjá um hana og þá var öllu borgið. En bíddu, þá er ekki öll sagan sögð… Capcom gæarnir ágætu eru ekki að fíla það sem George er að gera við handritið og reka hann. Í staðinn kemur Paul Anderson)Mortal Combat, Event Horizon). Ég bölvaði heiminum og sór það að aldrei ætla að sjá þetta helv.
Það hélt sér ekki alveg. Það er ekki hægt að halda zombie brjáluðum gaur frá zombie mynd.

Í neðanjarðar rannsóknarstofu er allt farið bókstaflega til fjandans og er hópur hermanna(eða eitthvað) sendur til að athuga hvað í ósköpunum gengur á. Ekki er allt með feldu eins og segist…

Flókinn söguþráður, er það ekki?
Málið með þessa mynd er það að hún væri OK ef hún hefði héti eitthvað annað en Resident Evil(“Attack of The Killer Vegetables” -Andri). Það er bókstaflega BARA vitnað í söguna úr leiknum og ekki ein einasta persóna er úr leiknum. Leikurinn er ekki uppá marga fiska en aftur á móti er leikstjórnin mjög skemmtileg, nokkur mjög útpæld atriði. Afturgöngurnar eru ekkert frumlegar og er dregið mikið úr goreinu sem fylgir þeim. Eina sem stendur uppúr er leikstjórnin… ekkert annað en nokkur skemmtileg atriði gera þessa mynd þess virði að sjá.

*1/2, hefði fengið meira ef hún héti eitthvað annað.