Ég fór á þessa mynd með jákvæðu hugarfari og bjóst ekki við alltof miklu. Ég verð að segja að ég varð fyrir smá vonbrigðum. MIIB er full af bröndurum, ófyndnum. En samt leynast inni nokkrir nettir, eins og þegar J var að sýna K “endurminnistækið” eða hvað sem það var kallað. Þá hló ég, en viti menn, ég var búinn að sjá hann í trailernum (eins og alla hina góðu brandarana). En það eru amk. tveir jákvæðir punktar við myndina. Þeir eru Lara Flynn Boyle sem er bara djöfull flott og er mun...