Queen of The Damned (2002) Leikstjóri: Michael Rymer.
Leikarar: Stuart Townsend, Vincent Perez, Aaliyah…etc.
Special FX: Bob McCarron.

Það er ekki ósjaldan sem að góðar vampírumyndir koma út og alltaf þegar ég heyri um eina nýja fæ ég smá fiðring í magann… Nema núna, þegar ég frétti að það ætti að fara að byggja aðra mynd á verkum Anne Rice(sem eru helv góð) þá varð ég ekki vongóður sérstaklega þegar ég heyrði söguþráðinn.

Lestat er kominn aftur og ákveður að gerast rokk stjarna(OMG!) en er það í þeim tilgangi að reita aðrar vampírur til reiði þar sem að hann er að uppljóstra um tilvisst þeirra. Hann er ekki lengi að öðlast frægðar og með tónlist sinni vekur hann upp frekar óskemmtilegan kvennmann, Akasha drottningu. Enter Marius(sem mér fannst ekki alveg vera að passa við Marius í bókunum) og nú förum við í smá ferðalag aftur í tímann til að sjá hvernig Lestat varð að vampíru. En ef Akasha verður ekki stoppuð í tæka tíð þá mun allur heimurinn farast.

Ég hafði engar væntingar til hennar og sem betur fer ekki. Þegar líða fór á hana var ég alvarlega farinn að spá í að labba út en first að ég hafði lítið betra að gera og var nú einusinni búinn að eyða næstum þúsund krónum í þetta þá sat ég þennan hrylling af mér.
Leikurinn er gjörsamlega HRIKALEGUR, það kom varla atriði sem maður táraðist af hlátri vegna lélegs leiks og ekki er leikstjórnin mikið skárri. Tónlistin ekki að höfðar ekki beint til mín, þoli ekki eitthvað sellout rokk-popp(þótt að það sé bara mín skoðun) og söguþráðurinn er mjög þunnur.
Varið ykkur á þessari, hún er ekkert annað en tímaeyðsla.

1/2