Leit við í Sautján síðastliðinn laugardag….. fullt af allskyns forljótum og rándýrum fatnaði. En það er bara ég. Sá skó, ef skó skyldi kalla, sem litu út eins og þeir hefðu verið saumaðir úr gömlum gallabuxum. Nafnið á skónum var í stíl, Vagabond. Það er engilsaxneska og leggst út á íslensku sem ræfill, einfari eða ónytjungur. Eins og ég sagði, alveg í stíl við “skóna”. Ekki sá ég verð á þessum samtíningi en þótt verðið hefði verið 1500 krónur væri það 2000 krónum of mikið. Það þyrfti að...