Þetta kemur ansi seint hjá mér… enda alltof busy mánuður. Þið verðið bara að afsaka.

EN já. Kapital er málið. og nei ég er ekki á kaupi hjá þeim.

Fór þarna seinast samt bara þegar Kapital var skemmtistaður helgarinnar, og það var seinast 6. desember þegar svokallað Cargo kvöld var þar. Það var alveg massa kvöld skal ég segja ykkur.
Grétar G. og bjössi saman, það bara lofar góðu.
Ég held þeir séu alveg mínir uppáhalds núna þarna úti á klakanum..

En Kapital, já. soldil svona eftirlíking af gamla Thomsen.. enda svo sem sama húsnæði. En það hefur náttúrulega ekki enn verið opnað þarna niður svo ég veit ekki hvernig það er. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir hafa breytt þarna niðri.
Annars finnst mér frábært hvað eru góðir sófar þarna, og fínt hvað kostar sjaldan þarna inn. og þegar það kostar eitthvað er það svona oftast 500 kall.
Síðan er það fatahengið. Það hefur stundum verið hægt að geyma fötin sín þarna við barinn uppi.. en ekki nærri alltaf. Það finnst mér mikill mínus. En hver veit, kannski lagast það þegar það er opnað niður..
En já bar málin. Þegar staðurinn er pakkaður þá er oft ansi erfitt að komast að á barnum. Enda bara einn bar so far þarna uppi.. og yfirleitt bara 2 að vinna á honum.
En annars er yfirleitt góð þjónusta þarna og drykkirnir á svona algengu verði.. en samt finnst mér það way to dýrt sko.
600 kall fyrir stórann bjór og 500 fyrir lítinn.
En oh well.. svo lengi sem það eru góðir dj-ar þarna að spila þá skiptir bjórinn engu máli.
Annars finnst mér líka brjálað hvað þessi staður er búinn að vera með stanslausa góða dagskrá frá því hann byrjaði.
Ég vona þetta haldi svona allavega áfram!

Go Kapital!