Mig langar að varpa upp þeirri spurningu og skapa umræðu um hvort að það sé stöðnum í geimferðatækni?? Mér finnst það allavega.
Þrátt fyrir að sá búnaður sem er sendur upp með eldflaugum og geimferjum sé alltaf að verða fullkomnari þá er enn verið að nota 40 ára gamla tækni við að koma útbúnaði og fólki út fyrir gufuhvolfið og það sem verra er það er ekkert sem bendir til þess að þetta muni breytast á næstu árum og áratugum. Maður fer því að spá… verða geimferðir með svipuðum hætti eftir 40 ár og þær eru nú?

Það verður alltaf áhættusamt og dýrt að skjóta upp eldflaugum auk þess sem það er alltaf háð miklum takmörkunum hvað eldflaugar geti borið, stærð, lögun og þyngd þurfa að vera í réttum hlutföllum svo að það sé hægt að skjóta þeim upp.
Við getum heldur ekki sent fólk í margra mánaða ferð til Mars í pínulitlu geimfari sem sent er upp með eldflaug. Vissulega væri hægt að smíða stærra geimfar í pörtum rétt eins og alþjóðlegu geimstöðina, en hönnunin á því mun alltaf líða fyrir takmarkaða burðargetu eldflauga.

Kaldastríðinu fylgdi mikið kapp á meðal stórveldanna til að sýna tæknimátt sinn og er ég nánast viss um að ef kaldastríðið stæði enn þá væri búið að senda menn til Mars.
Flestir eru á því að við eigum eftir að byggja rannsóknarstofur og jafnvel hótel á Mars og tunglinu, stórar og fullkomnar geimstöðvar á sporbaug um jörð og jafnvel víðar.
En til þess að það verði hægt verður eitthvað nýtt að koma fram í geimferðartækni.
Hugsið ykkur ef að við hefðum farartæki sem hefði svipaða burðargetu og breiðþota sem gæti flogið inn og útúr gufuhvolfinu eins og flugvél.. Þetta myndi breyta öllu um geimferðir. Það myndi breyta öllu um hönnun geimstöðva og geimfara. Það myndi verða mögulegt að smíða stærri og fullkomnari geimstöðvar sem myndi leiða af sér stærri og fullkomnari geimför sem gætu gert langferðir með fólk úti geim að veruleika.
Túrismi úti geim, til tunglsins og Mars yrði að veruleika.
USA er alltaf að draga úr fjárveitingum til NASA og þar hefur nokkrum sinnum verið hætti við fyrirhugaðar geimferðir vegna fjárskorts.
Á meðan Bandaríkin eru í hryðjuverkastríði með öllum þeim kostaði sem því fylgir eru ekki líkur á því að fjármagni til NASA verði aukið.

Vegna þess er þróunin því miður hæg og langt í að stór skref verði stigin í geimferðarmálum.


Endilega látið ykkar álit í ljós.