Hæhæ.

Ég er ekkert rosalega mikil brettastelpa enda er ég ekki búin að hafa áhugann rosalega lengi. Þó er ég þó byrjuð að fara dáldið oft uppí Bláfjöll til að æfa mig.
ÞAð er þannig að þegar ég loksins næ að standa upp, þá get ég staðið í svona tvær sec og rennt mér hálfan metra… hehe.
Ég gat EINU sinni farið hálfa leiðina í lyftunni án þess að detta.
Þegar ég fer þá er ég vön að fara með kærasta mínum… og ég skammast mín svo mikið því hann er rosalega góður á bretti…. samt finnst honum þetta fyndið og bara gaman að kenna mér!
Er ekki til einhver aðferð til að læra þetta STRAX… eins og td. að fara í lyftu…. því mig langar að verða góð á bretti því þetta er rosa gaman.
Ég veit að æfingin skapar meistarann en það tekur tíma og ég er svo ÓÞOLINMÓÐ!!!

Kveðja Brettastelpan mikla… (not)