Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

septimus
septimus Notandi frá fornöld 54 stig

Re: Sannleiki um D&D.

í Spunaspil fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Ef þið væruð að spila Exalted væri þetta ekki vandamál.

Re: MIni rpg Mót 4.Nóvember

í Spunaspil fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Kerfi/spil: Paranoia (XP edition) Nafn stjórnanda:Bjarni Kristinn Gunnarsson Aldurstakmark:16 Reykingapásur: Verða álitnar landráð af verstu sort. Lýsing: Í hátækniborginni Alpha Complex er lífið fullkomið. Allir í Alpha Complex eru fullkomnlega hamingjusamir og hafa allt sem þeir þurfa, þökk sé Tölvunni. Af gefnu tilefni skal bent á að alla orðróma um kommúnistasamsæri, illskeytta stökkbreytlinga, leynifélög, algjöra vanhæfni yfirmanna, illa hannaðan og síbilandi vopnabúnað, sturluð...

Re: Character Building Keppni

í Spunaspil fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Vampire: The Masquerade karakterinn minn á skilið að láta minnast á sig. Þetta er Gangrel gleraugnaglámur sem býr í kofa út í skógi, les Hómer, rúntar um á Harleyinum sínum og spilar á gítar í frístundum. Þess á milli þvælist hann um með skotglöðum, brennuóðum og otherwise snarbiluðum félögum sínum og gerir sitt besta til að sjá til þess að þeir valdi ekki OF mikilli eyðileggingu. Því miður er nú svo komið að hann neyðist til að hanga með þessum gaurum 24/7, þar sem nokkurn vegin öll samtök...

Re: Málaliðar

í Eve og Dust fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Þá er ég ekki að tala um einhvern einn og einn freelancer…ég er að tala um mercenary corporation sem signar upp í einhvern ákveðinn tíma hjá hæstbjóðanda…miðað við sögurnar sem ég hef heyrt úr Fountain er einn og einn cruiser ekki nándar nóg til að breyta einhverju… Við félagarnir erum að byggja upp svona mercenary corp (erum reyndar með munitions production sem svona aukabúgrein) og erum að skoða hotspottana í leit að hugsanlegum vinnuveitendum…

Re: Málaliðar

í Eve og Dust fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Þá er ég ekki að tala um einhvern einn og einn freelancer…ég er að tala um mercenary corporation sem signar upp í einhvern ákveðinn tíma hjá hæstbjóðanda…miðað við sögurnar sem ég hef heyrt úr Fountain er einn og einn cruiser ekki nándar nóg til að breyta einhverju…

Re: skipin í EVE

í Eve og Dust fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Ég er nú persónulega mjög ánægður með Caracalinn minn (the SSC Acheron). Missile-launching maskína dauðans….

Re: Þrjóskir Spilendur

í Spunaspil fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Smá útvíkkun á þessu efni. Upprunalega refsingin var aðeins galdrabindindið, en þá fór dvergurinn að rífast við Moradin sjálfan og hélt því fram að þetta væri tilgangslaust. Varð þá Moradin reiður og jók refsinguna. Þegar hann af fúsum og frjálsum vilja óhlýðnaðist og ögraði guðinum svona var hann gerður outcast að eilífu. Rökin sem Playerinn gaf fyrir hegðun sinni voru ef ég man rétt “Hvað gera dvergar? þeir slást hver við annan!” “Nei, ég á næstum ekkert gull!” og “Þú (ég sem DM) gerir...

Re: DM frá helvíti

í Spunaspil fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Okei, Morrinn, og hinir sem hafa tekið þátt í þessari umræðu. Ég hef ekkert á móti því að spilararnir taki upp á einhverju óvæntu, SVO LENGI SEM ÞAÐ EYÐILEGGUR EKKI FYRIR HINUM PLAYERUNUM EÐA CAMPAIGNINU Í HEILD SINNI! Samkvæmt því sem Morrinn segir virðist ég vera einhver algjör harðstjóri, og til að hreinsa mannorð mitt skal ég gera aðeins betri grein fyrir aðstæðum. PCarnir voru í Forgotten Realms (í Mistledale, nákvæmlega) og áttu í langdregnum útistöðum við svartálfa á svæðinu (Jezz the...

Re: Fáfnismót - Skráning hefst fljótlega

í Spunaspil fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Þarf að fá tvö atriði á hreint: 1. Þurfa spilarar að skaffa eigin stjórnanda? 2. Þarf að mæta með character eða rollar maður upp á staðnum?

Re: Torn í biðstöðu?

í Tölvuhlutverkaleikir fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Ég er farinn að hafa alvarlegar áhyggjur af geðheilsu Interplaymanna. Þeir settu Freespace 3 á ís til að gera framhaldið af Deer Avenger (ógeðslega crappý lítill leikur sem gengur út á að skjóta fulla veiðimenn og diskódansara með deyfibyssum). Ég er ekki að grínast, þeir gerðu þetta! Ef svona heldur áfram er stutt í gjaldþrot (og almenna niðurlægingu Interplay á götum úti). Sheesh!

Re: Og til þess að færa enn fleiri sönnur á mál mitt

í Blizzard leikir fyrir 22 árum, 9 mánuðum
El Diablo? Santas gracias! El Pollo Diablo! (insert menacing banjo solo)

Re: Myth Drannor !

í Tölvuhlutverkaleikir fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Rauði Úlfur stóð álengdar og fylgdist með tilburðum hinna við að lækna Alþeron. Hann glotti. Hér voru andstæðingar sem töggur var í. Hann tók skyndilega eftir því að félagar hans störðu á hann. Nei, ekki á hann. Á eitthvað fyrir aftan hann… Hann fann eitthvað heitt og slímugt drjúpa ofan á öxl sína, og nú greip hann þessi óþægilega tilfinning þegar maður veit að eitthvað stórt og hættulegt er fyrir aftan mann. Með skerandi herópi kippti hann Garnafeil úr slíðrinu og hjó aftur fyrir sig í...

Re: Rúnir Dygða. 2

í Tölvuhlutverkaleikir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Rauði Úlfur horfði á hestinn sinn. Eftir smá umhugsun sleppti hann taumnum og lýsti yfir: “Hestur of lítill. Rauði Úlfur ganga!” Kerith var löngu horfinn sjónum, en Rauði Úlfur starði samt í áttina sem hann hafði farið. Það hnussaði í honum. Þessum aumingja yrði slátrað ef hann rækist á eitthvað einn síns liðs. Hann varð að elta. “Fylgja Rauða Úlfi. Kerith verða mjög stór kássa ef við ekki hjálpa!” hrópaði hann og hljóp af stað á eftir Kerith…

Re: Rúnir Dygða. 2

í Tölvuhlutverkaleikir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Rauði Úlfur hafði verið þungt hugsi. Hann hafði verið á barmi æðiskasts þegar Ulgor stoppaði meting hans og Keriths, og honum fannst hann hafa verið smánaður. Hann hrökk upp við hviss og blossa þegar Kerith felldi orkana með göldrum sínum. Pfeh! Galdrar! Gaman væri að sjá þennan vesaling án galdra sinna. Rauði Úlfur yrði ekki lengi að lúskra á honum þá… Hann brosti aðeins við tilhugsunina. Þessi Kerith hafði verið í draumagöngunni, svo að hann var mikilvægur meðlimur hópsins. En þegar allt...

Re: Rúnir Dygða. 2

í Tölvuhlutverkaleikir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
OOC: Rauði Úlfur: 20 str (18+tvö stat increase) nú 25 :) Rauði Úlfur gjóaði augunum aðeins á hina. Þeir voru eitthvað að muldra um að…fara? Hann skildi þá ekki vel. En hvað um það! Krafturinn sem rúnin blés honum í brjóst var ótrúlegur! Hann fann styrkinn hríslast eftir líkama sínum, bygjast meðfram örmum hans og út í hendurnar. Hann hreinlega varð að reyna styrk sinn. Hann stóð upp, og gekk að sterklegu grenitré skammt frá. Hann greip um stofninn báðum örmum, beygði sig í hnjáliðunum og...

Re: Dauði - endalokin eða....

í Spunaspil fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Einhversstaðar las ég mjög athyglisverða grein um raise dead og skilda galdra (minnir að það hafi verið í dragon). Þar voru gefnar upp ýmsar hugmyndir fyrir DMa sem voru lentir í “hmmm, ég dó eina ferðina enn, resurrection takk!” klípunni. Hvernig væri tli dæmis ef raise dead og svipaðir galdrar festu ekki sálina aftur í líkama hins látna, heldur í einhverjum hlut sem hann yrði svo alltaf að bera með sér? Ef hluturinn fjarlægist hann of mikið fer viðkomandi svo að deyja aftur, eitt HP í...

Re: pínu galdrabardagi og goblinstríð

í Spunaspil fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Septimus krýpur í duftið! Roleplay eins og það gerist best.

Re: Undirskriftir fyrir spilamót

í Spunaspil fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Septimus shall attend…

Re: Insane hugmynd

í Spunaspil fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Jæja, smá viðbót… Ég sagði að “common” racein hefðu að mestu leiti sloppið. Líkamlega eru þau óbreytt, en hafa færst nokkur hundruð ár fram í tímann í hugsunarhætti. Bards yrðu þá rokkstjörnur, barbarians fá verndarsvæði, byggja spilavíti og selja minjagripi, og þú færð yfir þig heila kvenréttindaklíku ef þú ert ekki kurteis við barstúlkurnar á uppáhalds kránni þinni. Ogres ná miklum frama sem boxarar og glímukappar, og flestar undead verur ganga í stéttarfélag. Gnomes fá góð störf sem...

Re: Komin tími til...

í Tölvuhlutverkaleikir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Sorrý, póstaði óvart þrisvar. Fjandans músartakkinn er laus.

Re: Komin tími til...

í Tölvuhlutverkaleikir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Rauði Úlfur gekk berserksgang. Hann og Vall stóðu bak í bak og sneru sér í hringi til að verjast tröllunum sem komu úr öllum áttum. Þeir virtust renna saman, hreyfingar þeirra voru samhæfðar og banvænar. Skeri og Garnafeill sukku aftur og aftur í hold tröllana, eigendur þeirra gripnir hræðilegu drápsæði. Hinir gátu ekki nema dáðst að drápsmaskínunni sem voru Vall og Rauði Úlfur. Í kringum þá hafði myndast hrúga afskorinna útlima og höfða. Kom nú hik á tröllin. Þau höfðu ekki búist við svo...

Re: Komin tími til...

í Tölvuhlutverkaleikir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Rauði Úlfur gekk berserksgang. Hann og Vall stóðu bak í bak og sneru sér í hringi til að verjast tröllunum sem komu úr öllum áttum. Þeir virtust renna saman, hreyfingar þeirra voru samhæfðar og banvænar. Skeri og Garnafeill sukku aftur og aftur í hold tröllana, eigendur þeirra gripnir hræðilegu drápsæði. Hinir gátu ekki nema dáðst að drápsmaskínunni sem voru Vall og Rauði Úlfur. Í kringum þá hafði myndast hrúga afskorinna útlima og höfða. Kom nú hik á tröllin. Þau höfðu ekki búist við svo...

Re: Komin tími til...

í Tölvuhlutverkaleikir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Rauði Úlfur gekk berserksgang. Hann og Vall stóðu bak í bak og sneru sér í hringi til að verjast tröllunum sem komu úr öllum áttum. Þeir virtust renna saman, hreyfingar þeirra voru samhæfðar og banvænar. Skeri og Garnafeill sukku aftur og aftur í hold tröllana, eigendur þeirra gripnir hræðilegu drápsæði. Hinir gátu ekki nema dáðst að drápsmaskínunni sem voru Vall og Rauði Úlfur. Í kringum þá hafði myndast hrúga afskorinna útlima og höfða. Kom nú hik á tröllin. Þau höfðu ekki búist við svo...

Re: Komin tími til...

í Tölvuhlutverkaleikir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Rauði Úlfur spratt upp. Hann var eilítið grogginn í fyrstu en áttaði sig fljótlega á hvað var að gerast. Annar af þessum tveimur sem komu um kvöldið hafði séð…tröll!! Rauði Úlfur beraði allar tennur í breiðu brosi. Augun voru ofbeldisfull. Með garnafeil á lofti ruddist hann framhjá félögum sínum. “Karad ulg shalma!!!” öskraði hann, gamalt stríðsöskur sem ættbálkur hans hafði tileinkað sér. “Dauðinn fær góðan feng” þýddi það, gróflega þýtt. Meðan hann hélt áfram áhlaupinu sá hann glitta í...

Mat Rauða Úlfs

í Tölvuhlutverkaleikir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Rauði Úlfur hafði gert að sárum sínum og sat nú á steini, metandi hina nýju ferðafélaga sína. Vall hafði sannað sig í augum Rauða Úlfs. Augnsamband þeirra hafði séð til þess. En hann var ekki eins viss um hina. Stubburinn sem kallaði sig Ulgor, hann var undarlegur. Hann náði flestum hinna aðeins upp í bringu, og Rauða Úlfi rétt upp í mitti. En hann var álíka sver og hann, og þéttbyggður mjög. Hann minnti Rauða úlf á jarfa, eða greifingja. Fúllyndur, og vel búinn til átaka. Maðurinn á...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok