Við höfull öll lent í þessum DM sem er fastur í sinni skoðun og neitar að breyta neinu þegar spilararnir taka upp á einhverju óvæntu. Það er sona álíka óþolandi eins og að vinna við að skúra á leikskóla.

Ég er búinn að spila með ófáum DM-um og ég er farinn að þurfa að fela plönin hjá characternum mínum álíka mikið fyrir DM-inum og fyrir hinum spilurunum, það er allveg sama hvað characterinn tekur upp á það gengur aldrei upp, og það virðist vera sem svo að þeimur sniðugari og meira spontanious sem hugmyndin sé, þeimur fáránlegri verður ástæðan fyrir því að hún misheppnist.

Svo er það DM'inn sem fer í fýlu í hvert skipti sem spilarinn tekur upp á einhverju öðruvísi. Ég lenti einu sinni í því að DM'inn minn fór næstum því að grenja útaf því að hann var búinn að búa til eitthvað heillangt ævintýri þar sem við áttum að fara og bjarga einhverju fljúgandi skipi fyrir einhvern konung. Svo þegar við værum búnir að redda því þá áttum við að fljúga því og aðstoða hann við að vinna eitthvað stríð. Okkur fannst öllum tilhugsunin um fljúgandi skip vera fáránlegt þar sem við vorum búnir að biðja hann sérstaklega um að stjórna low-magic campaigni. Við ákváðum því að segja bara flat out NEI við kónginn. DM'in fór að skæla og neitað að stjórna aftur fyrir okkur D&D.

Kræst hvað er að fólki, DM á að vera viðbúinn að bregðast við því þegar spilari tekur upp á einhverju öðruvísi.

… eða hvað finnst ykkur?