Fáfnismót - Skráning hefst fljótlega Jæja kæru félagar.

Nú er búið að finna annað húsnæði og rúmar það 96 manns. Verður mótið haldið helgina 10. og 11. nóvember 2001.
Mótið verður í húsi Ásatrúafélagsins á Granda (þar sem mót hafa verið haldin áður).

Það er svolítið hrátt húsnæðið eins og er en það er verið að vinna hörðum höndum að gera það fínt. Húsnæðið er að mínu mati perfect fyrir RPG andann vegna þess að í loftinu hanga hringlaga málmljósakrónur, á veggum hanga teppi með Norrænum víkingamyndum og svo eru nokkur Goðalíkneski hér og þar.

Miðaverð á mótið verður:
1.500,- fyrir spilara og verða 80 skráðir.
0,- fyrir stjórnendur og verða 16 skráðir.

Stjórnendur geta skráð sig strax með því að senda umsókn til steinerinn@hugi.is.
Takið fram eftirtaldar upplýsingar:
Nafn
Kerfi
Fæðingarár
Aldurstakmark spilara (optional)
Athugið að hver stjórnandi verður að stjórna 5 spilurum og það væri afskaplega gott að stjórnendur skrái sig sem allra fyrst.

Hafið í huga “Enginn stjórnandi… enginn spilari” svo ef þú telur þig hafa einhverja stjórnendahæfileika þá skráðu þig :)

Skráning á spilurum verður í Nexus 29.okt. - 2. nóvember.
Skráning verður kl. 20:00-22:00 alla dagana.

Sjá nánari upplýsingar um mótshaldið á http://www.simnet.is/thestone (heimasíða Fáfnis)

Kærar RPG kveðjur,
-Steini
Kveðja,